Strókur verður endurvakinn

Borgin lét loka goshvernum Stróki vegna rekstrarkostnaðar.
Borgin lét loka goshvernum Stróki vegna rekstrarkostnaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Perla norðursins hefur mikinn áhuga á því að koma goshvernum Strók við Perluna í Öskjuhlíð aftur í gang. Strókur hefur legið í dvala í fimm ár eða síðan Reykjavíkurborg lét loka honum árið 2012 vegna mikils rekstrarkostnaðar.

Áður en Strókur verður tekinn í gagnið þarf að leysa tæknileg vandamál og er unnið að því, að sögn Margrétar Th. Jónsdóttur, fræðslustjóra Perlu norðursins. „Það er okkar von að Strókur verði aftur virkur á árinu 2018, “ segir Margrét í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fyrirtækið Perla norðursins tók Perluna á leigu af Reykjavíkurborg í apríl 2016 og hefur unnið að því síðan að koma þar upp stærstu náttúrusýningu landsins. Sýningin verður byggð upp í áföngum. Hverinn Strókur fylgdi með í leigunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert