Þjálfunarstyrkir hækka á næsta ári

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Borgarráð hefur samþykkt að hækka þjálfunarstyrki nema hjá Fjölsmiðjunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára sem hefur flosnað upp úr námi eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði.

„Lögð er áhersla á að þeir nemar sem starfa í Fjölsmiðjunni fari þaðan sem sterkari einstaklingar; félagslega, námslega og hæfari til að taka þátt í almennum vinnumarkaði. Á síðasta ári fór yfir helmingur nemenda Fjölsmiðjunnar í nám eða vinnu þegar þau luku veru sinni í smiðjunni,“ segir ennfremur.

Þannig fá nemendur á aldrinum 16-17 ára greitt sem nemur 55% hlutfalli launa á næsta ári eða 131.635 krónur á mánuði, en nemendur 18 ára og eldri fá sem nemur 75% hlutfalli launa eða 179.502 krónur á mánuði. Upphæðir taka mið af kjarasamningi Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga, launaflokki 115.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert