Þurftu að endurprenta heil upplög í jólabókaflóðinu

Jólabókaflóðið er ekki lengur í uppnámi.
Jólabókaflóðið er ekki lengur í uppnámi. mbl.is/Hari

Tafir og mistök í prentsmiðju í Finnlandi settu íslenska jólabókaflóðið í uppnám um tíma. Yfir 100 þúsund eintök íslenskra bóka eru prentuð þar í landi að þessu sinni og nýr tækjabúnaður í prentsmiðjunni reyndist erfiður ljár í þúfu.

„Þegar fyrstu bækurnar komu í hús þurftum við að láta endurprenta bæði heilu upplögin og kápu. Útkoman var ekki ásættanleg og við létum lagfæra allt sem ekki var 100%. Plastpökkunin uppfyllti ekki gæðakröfur og við þurftum að endurplasta yfir 30.000 eintök hér á landi,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Þetta hafði verulega röskun í för með sér og fyrst nú er dreifing komin á áætlun, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »