Verður áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðshaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni vegna gruns um tilraun til manndráps. Maðurinn er talinn hafa veist að öðrum manni í íbúð við Æsufell í Reykjavík í byrjun október og veitt honum lífshættuleg stungusár.

Frétt mbl.is: 4 vikna varðhald vegna hnífstunguárásar

Fórnarlambið var gestkomandi í íbúðinni en talið er að málið tengist uppgjöri. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að maðurinn hafi viðurkennt að hafa veist að fórnarlambinu sem einnig sé stutt frásögn vitna. Brotið sem grunur er um varðar allt að 10 ára fangelsi.

„Fyrir liggur að stunguáverki var á brotaþola á kvið og virðist hnífurinn hafa farið í gegnum kviðvegginn og lífhimnu fyrir neðan nafla. Samkvæmt áverkavottorði sem lagt hefur verið fram getur hnífsstunga sem þessi verið lífshættuleg og valdið dauða.“

Maðurinn verður áfram í gæsluvarðhaldi til 5. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert