Krafa um að gagnrýnin sé málefnaleg

Eiríkur Tómasson, hæstaréttardómari.
Eiríkur Tómasson, hæstaréttardómari. Rax / Ragnar Axelsson

Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari sem lét af störfum í september, segir sjálfsagt að dómar Hæstaréttar séu gagnrýndir. „Þá kröfu verður hins vegar að gera, sér í lagi þegar í hlut eiga lögfræðingar, að gagnrýnin sé málefnaleg.“ Þetta kemur fram í viðtali við Eirík á vef Hæstaréttar, en rétturinn tók nýlega upp á því að birta sérstakar fréttir á vef sínum og birti í dag viðtal við Eirík í ljósi þess að hann lét af störfum.

Nokkuð hefur borið á gagnrýni á Hæstarétt að undanförnu, en það vakti athygli í síðustu viku að Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði mál gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, fyrir ummæli þess síðarnefnda í bók sinni Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Telur Benedikt að Jón Steinar hafi viðhaft ærumeiðandi ummæli þegar hann sagði dómara, sem dæmdu í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, hafa gerst seka um dómsmorð.

Í viðtalinu er ekki spurt hvern Eiríkur eigi við með orðum sínum, en Jón Steinar hefur verið einn helsti gagnrýnandi Hæstaréttar og málsmeðferðar þar síðan hann lét af starfi dómara.

Jón Steinar gagnrýnir í bók sinni nokkur atriði sem hann átelur í dómsýslu réttarins. Þar á meðal í dómum um umboðssvik og markaðsmisnotkun og segir Jón Steinar að þar hafi dómurinn teygt sig til sakfellingar með breytti lagatúlkun. Þá hefur hann einnig gagnrýnt hvernig staðið sé að því að velja varadómara og sagt að hæstaréttardómarar stjórni með „aðferð þagnarinnar“ þannig að ef rétturinn sé gagnrýndur sé því svarað með þögn og vonast til þess að gagnrýnin deyi út.

Jón Steinar hefur einnig sagt að í raun sé það einn dómari í hverju máli sem dæmi, en að aðrir skrifi svo undir dóminn, nema ef að um sératkvæði sé að ræða. Hefur hann sagt þetta mikið mein á réttinum.

Ekki er þó um að ræða eina dómsmálið þar sem hæstaréttardómari fer í meiðyrðamál. Árið 2012 höfðaði Jón Steinar mál gegn Þorvaldi Gylfasyni prófessor vegna greinar Þorvalds í ritröð Háskólans í München. Í greininni sagði Þorvaldur frá orðrómi þess eðlis að Jón Steinar hefði lagt drög að kæru vegna stjórnlagaþings og síðar stýrt málsmeðferð þess við réttinn. Með þessu hafi hann misnotað vald sitt. Var Þorvaldur sýknaður af kæru Jóns Steinars í Hæstarétti.

Opinber umræða minnir meira á kappræðu en rökræðu

Eiríkur segir í viðtalinu að hér á landi hafi umfjöllun um dómsmál verið of tilviljunarkennd auk þess sem hún hafi stundum verið afar einhliða. Segir hann þar lögmenn eða talsmenn þeirra sem tapi máli oft fara mikinn í fjölmiðlum.

„Ástæðan fyrir þessu er sumpart sú að óháðir sérfræðingar á afmörkuðum sviðum íslensks réttar eru fáir og svo virðist sem sumir þeirra veigri sér við að taka þátt í hinni opinberu umræðu um dómsmál, sem oft minnir meira á kappræðu en rökræðu. Á þessu þyrfti að verða breyting þar sem vönduð umfjöllun um dóma, er birtist sem betur fer af og til í fjölmiðum, er æskileg og veitir dómstólunum nauðsynlegt aðhald með sama hætti og fræðirit og greinar sem birtar eru á hinum fræðilega vettvangi,“ segir Eiríkur á vef Hæstaréttar.

mbl.is

Innlent »

Sunna Elvira komin til Sevilla

15:31 Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir, sem hef­ur legið lömuð á sjúkra­húsi í Malaga á Spáni und­an­far­inn mánuð í kjöl­far falls, er komin á bæklunarspítala í Sevilla. Hún var flutt þangað frá Malaga í morgun og gekk flutningurinn vel. Meira »

Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion

15:28 Fjármálaráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Meira »

Vildi skipa 2. sæti listans

15:18 „Mér líst vel á nýju konurnar á framboðslistanum og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Meira »

Orsakir slyssins enn óljósar

15:09 Rannsókn lögreglunnar á banaslysinu við höfnina á Árskógssandi í fyrra er á lokastigi. Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós afgerandi niðurstöðu um orsakir slyssins. Svo virðist sem bifreiðinni hafi ekki verið hemlað áður en hún lenti út af bryggjunni og í sjóinn. Ekkert bendir til bilunar í bifreiðinni. Meira »

14 bjóða sig fram í Hafnarfirði

14:58 Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor rann út í vikunni en kjörnefnd bárust fjórtán framboð. Allir fimm bæjarfulltrúar flokksins sækjast eftir endurkjöri. Prófkjörið fer fram laugardaginn 10. mars næstkomandi. Meira »

Björgunarsveitir eru á tánum

14:55 Björgunarsveitir hafa verið sendar í eitt útkall vegna þakplötu sem hafði losnað. Leiðindaveður gengur yfir allt landið seinni partinn í dag og kvöld. Þegar er farið að hvessa all hressilega á suðvesturhorninu og fer vindhraði til að mynda í 32 m/s í hviðum á Kjalarnesi. Meira »

Flugvallarvinir þrátt fyrir breytt nafn

14:30 Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun ekki bjóða sig fram undir merkjum flugvallarvina líkt og flokkurinn gerði í síðustu sveitarstjórnarkosningum, en áherslur hans í málefnum Reykjavíkurflugvallar verða áfram hin sömu. Meira »

Hærra fargjald vegna útboðs Isavia

14:32 Fargjald Flugrútunnar sem sinnir rútuferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hækkar í 2.950 krónur um næstu mánaðarmót.  Meira »

„Velur ekki bara stjörnur“

13:56 „Ég er ánægður með niðurstöðuna. En eftir að við höfðum gengið frá vinnunni þá lak heilmikið út um listann sem voru auðvitað vonbrigði,“ segir Sveinn H. Skúlason, formaður kjörnefndar um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira »

Stormur og leiðindi í kvöld

13:26 „Rigningin er að magnast upp fyrir suðaustan og það er orðið hvasst alveg syðst,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Leiðindaveðri, roki og rigningu, er spáð um allt land síðdegis og í kvöld. Meira »

Gagnrýna seinagang í orkumálum

13:09 Ríkisendurskoðun telur að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafi ekki enn brugðist við ábendingu stofnunarinnar frá árinu 2015 um að marka heildstæða stefnu í orkumálum til að tryggja að uppbygging og rekstur flutningskerfis raforku sé í samræmi við vilja stjórnvalda og taki mið af almannahag. Meira »

VG með forval í Reykjavík á morgun

13:02 Á morgun fer fram rafrænt forval hjá Vinstri grænum í Reykjavík, en valið verður í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar til borgarstjórnarkosninga. Valið er leiðbeinandi og leggur kjörnefnd endanlegan lista 46 frambjóðenda fyrir félagsfund VG í Reykjavík í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar. Meira »

Ellefu karlar og ellefu konur

12:40 Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor var samþykktur á félagsfundi sem fram fór í gær. Framboðslistann skipa 11 karlar og 11 konur. Meira »

Vill stuðla að lögmætum viðskiptum með rafrettur

12:14 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Meira »

Hlakkar til að bretta upp ermarnar

11:59 „Ég hef lengi haft áhuga á því að fara út í stjórnmálin og þykir borgarmálin sérstaklega spennandi. Ég hafði rætt þennan möguleika við mikið af vinum og félögum sem hafa starfað innan Sjálfstæðisflokksins, en ég taldi mig í raun ekki endilega eiga mikla möguleika þar sem ég á enga forsögu í flokknum.“ Meira »

Var skilin eftir af Strætó í öðru hverfi

12:25 Stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin eftir ein að kvöldi til fyrir utan skólann sinn, þegar keyra átti hana á ball í félagsmiðstöðinni sem er í öðru hverfi. Móðir stúlkunnar, Áslaug Ósk Hinriksdóttir fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og segist bæði sár og reið. Meira »

Bragi í ársleyfi frá Barnaverndarstofu

12:00 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, er nú farinn í eins árs leyfi frá stofnuninni að því er fram kemur í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Heiða Björg Pálmadóttir, staðgengill Braga, staðfesti í samtali við mbl.is að hún taki við forstjórastarfinu á meðan. Meira »

Krefjast væntanlega áframhaldandi varðhalds

11:39 Lögreglan mun í dag líklega fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum vegna um­fangs­mik­ill­ar rann­sókn­ar lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á þrem­ur inn­brot­um í gagna­ver í Reykja­nes­bæ og Borg­ar­byggð þar sem sam­tals 600 tölv­um var stolið. Meira »
"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...