Ofþyngd íslenskra ungmenna með því mesta

Ofþyngd ungmenna hefur einnig farið vaxandi og voru 18% 15 ...
Ofþyngd ungmenna hefur einnig farið vaxandi og voru 18% 15 ára ungmenna hér á landi of þung á árunum 2013-2014, en meðaltal OECD-ríkja var 15,6%. AFP

Lífslíkur íslenskra karla eru hæstar allra OECD-ríkja, eða 81,2 ár. Íslenskar konur eru í 15. sæti yfir lífslíkur kvenna, eða 83,8 ár og er bilið milli kynjanna einna minnst hér á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu OECD um heilbrigðismál ríkjanna sem nú er komin út.

Er það mat OECD að  heilbrigðari lífshættir, hærri tekjur og betri menntun, ásamt betri heilbrigðisþjónustu, hafi stuðlað að aukinni meðalævilengd á síðustu áratugum. Frá 1970 til 2015 jókst meðalævilengd um rúm tíu ár að meðaltali í aðildarlöndum OECD og er nú 80,6 ár.

Hér á landi jókst hún heldur minna eða um 8,5 ár.

Í ritinu er m.a. fjallað um samband menntunar og ævilengdar og kemur þar fram að meðalævilengd þeirra sem eru með háskólamenntun um þrítugt, sé að jafnaði sex árum lengri en þeirra sem minnsta menntun hafa.


Ungbarnadauði var einna fátíðastur á Íslandi af ríkjum OECD, eða sem svarar tveimur látnum börnum á fyrsta ári af hverjum 1.000 lifandi fæddum (samkvænt meðaltali áranna 2013-15). Meðaltalið fyrir OECD lönd var 3,9. Börn með lága fæðingarþyngd voru einnig hlutfallslega fæst hér á landi.

Þá töldu þrír af hverjum fjórum fullorðinna á Íslandi, eða 76%, sig  við góða eða mjög góða heilsu árið 2015 samanborið við 68,2% fullorðinna í OECD löndum að meðaltali. Var þetta hlutfall almennt lægra meðal tekjulágra en þeirra sem voru tekjuhærri.

Dregur úr reykingum á Íslandi en áfengisneysla eykst

Í skýrslunni kom einnig fram að dregið hafi úr reykingum í flestum löndum frá árinu 2000 og er Ísland í hópi landa þar sem samdrátturinn var hvað mestur. 2015 reyktu um 18% fullorðinna (14% kvenna og 23% karla) daglega í ríkjum OECD, en 10%  Íslendinga ári síðar. Aðeins í Mexíkó var þetta hlutfall lægra. Almennt reykja hlutfallslega fleiri íslenskir  karlar en konur og er því öfugt farið hér á landi og í Danmörku, en munur milli kynja var lítill.

Á Íslandi reyktu 3% 15 ára ungmenna að minnsta kosti einu sinni í viku (2013-14), en í ríkjum OECD var meðaltalið 12%. Hefur almennt dregið úr reykingum og áfengisneyslu meðal 15 ára ungmenna.

Þá var Ísland eitt þrettán ríkja þar sem áfengisneysla jókst á tímabilinu frá 2000-2015. Að meðaltali minnkaði skráð áfengisneysla í ríkjunum i úr 9,5 lítrum af hreinum vínanda á íbúa 15 ára og eldri árið 2000 í 9 lítra árið 2015. Íslandi jókst áfengisneysla á tímabilinu úr 6,2 lítrum í 7,5 lítra.

Hlutfall ofþyngdar bara hærra í þremur löndum

Rúmlega helmingur (54%) fullorðinna telst of þungur eða of feitur í ríkjum OECD að meðaltali þar á meðal á Íslandi. Árið 2015 var hlutur of feitra 19% hér á landi (18,8% kvenna og 19,2% karla) eða svipað og meðaltal OECD-ríkja (19,8% kvenna, 18,9% karla). Hæst var hlutfallið í Bandaríkjunum (38%) en lægst í Japan og Kóreu (4-5%).

Ofþyngd ungmenna hefur einnig farið vaxandi og voru 18% 15 ára ungmenna hér á landi  of þung á árunum 2013-2014  (20% drengja og 16% stúlkna). Hlutfallið var aðeins hærra í þremur af 28 löndum OECD - í Grikklandi, Kanada og Bandaríkjunum (2009-10). Lægst var hlutfallið í Danmörku 9,5%, en meðaltal OECD-ríkja var 15,6%.

mbl.is

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
 
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...