Grábrók var fyrst

boeing 757-200 þota Icelandair, sem ber nafnið Grábrók, var fyrsta …
boeing 757-200 þota Icelandair, sem ber nafnið Grábrók, var fyrsta vélin til að vera tekin í skoðun í nýju flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Ljósmynd/Icelandair

Starfsemi hófst í gærmorgun í nýju flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Þá var Boeing 757-200 þota félagsins, Grábrók, tekin inn í svokallaða C-skoðun, en það eru stórar öryggisskoðanir sem fara fram á ca. tveggja ára fresti.

Í nýja skýlinu, sem er sambyggt eldra skýli, munu einkum fara fram slíkar stærri viðhaldsaðgerðir, þ.e. stórar skoðanir sem taka 2-6 vikur ásamt breytingum á flugvélum.

Með byggingu skýlisins þrefaldar Icelandair aðstöðu sína til að framkvæma stórskoðanir og getur því flutt flestar þeirra til landsins. „Eftir að ákvörðun var tekin um byggingu skýlisins hafa þegar orðið til 50-60 langtímastörf og má ætla að annað eins bætist við á næstu misserum og heildarviðbótin sé þannig yfir 100 störf. Um er að ræða einn umfangsmesta þekkingariðnað á Íslandi, en í dag starfa um 470 manns á tæknisviði Icelandair, þar af um 370 í húsnæðinu við Keflavíkurflugvöll. Stærsti hópurinn er flugvirkjar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert