Kanna grundvöll fyrir sérhæfðum vínbúðum

Vínbúð ÁTVR Á Stuðlahálsi er stærsta vínbúð landsins.
Vínbúð ÁTVR Á Stuðlahálsi er stærsta vínbúð landsins. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

ÁTVR hefur látið framkvæma víðtæka könnun á þjónustu Vínbúðanna. Könnunin var gerð hjá Zenter.

Meðal þess sem þátttakendur voru spurðir um eru gæði Vínbúðanna, útlit og þjónusta í þeirri búð sem fólk verslar mest í. Spurt var hversu mikilvægt fólk teldi að hafa kæli í versluninni. Þá var spurt hvort viðskiptavinir vildu fá nánari upplýsingar um með hvaða mat ákveðin vín pössuðu, hvort þeir vildu sjá stjörnugjöf um vín á vefsíðu Vínbúðanna og hvort áhugi væri á að fá regluleg fréttabréf frá Vínbúðunum.

Einnig var kannað hvort áhugi væri fyrir því að geta gengið að sérhæfðri verslun með til að mynda viskí og bjór, en þar væri starfsfólk með sérþekkingu á viðkomandi vörum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert