Líklega fyrsta málið sinnar tegundar

Freyja Haraldsdóttir var varaþingmaður Bjartrar framtíðar 2013-2016.
Freyja Haraldsdóttir var varaþingmaður Bjartrar framtíðar 2013-2016. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í dag verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu. Freyja, sem er hreyfihömluð, telur sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir við umsókn sína um að gerast fósturforeldri og er málið höfðað á þeim forsendum. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, segist ekki vita til þess að sambærilegt mál hafi verið fyrir dómstólum hér á landi.

Mbl.is greindi frá málshöfðun Freyju fyrir tæpum mánuði og í þeirri frétt kom fram að henni hefði verið neitað um að sækja námskeiðið Foster Pride, sem haldið er á vegum Barnaverndarstofu og er ætlað áhugasömum fósturforeldrum, en samkvæmt reglugerð um fóstur ber umsækjendum um að taka barn í fóstur að sækja slíkt námskeið áður en leyfi er veitt. Þar kom einnig fram að fyrsta skrefið í að sækja um að verða fósturforeldri sé að leggja inn umsókn til Barnaverndarstofu og annað skrefið að óska eftir umsögn hjá fjölskylduráði viðkomandi sveitarfélags. Freyja gerði það og fékk jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar. Næst lagði hún fram beiðni til Barnaverndarstofu um setu á áðurnefndu námskeiði en þá tók stofan þá ákvörðun að úrskurða í máli hennar og var niðurstaðan sú að hafna umsókninni. Þessari synjun vísaði Freyja til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti hana og í kjölfarið höfðaði hún mál gegn Barnaverndarstofu.

Gæti verið prófmál

Freyja var ekki tilbúin að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Sigrún segir kjarna málsins vera þann að Freyja hafi ekki fengið sömu málsmeðferð og aðrir umsækjendur. „Umsókn hennar um að gerast fósturforeldri var hafnað án nægilegs rökstuðnings og hæfni hennar var einfaldlega aldrei metin,“ segir Sigrún Ingibjörg. „Það er það sem málið snýst um.“

Hún segist ekki vita til þess að áþekkt mál, þar sem fatlaður einstaklingur leitar réttinda sinna með þessum hætti, hafi verið höfðað hér á landi. Spurð hvort um sé að ræða prófmál segir hún að það verði að koma í ljós þegar niðurstaðan liggi fyrir.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að það hafi margoft gerst áður að umsækjendum um að taka barn í fóstur hafi verið hafnað á sama stigi umsóknarferlisins og Freyja fékk höfnun. „Skilyrðin fyrir því að fá að taka barn í fóstur eru tvíþætt. Annars vegar felast þau í ýmsum hlutlægum atriðum þar sem leggja þarf fram alls kyns gögn eins og t.d. heilbrigðis- og sakavottorð. Hinn þáttur málsins lýtur að mati á hæfni viðkomandi, en það mat fer fram á Foster Pride-námskeiðinu. Í þessu tiltekna máli þótti ekki ástæða til að taka málið lengra þar sem fyrra atriðinu var ekki fullnægt,“ segir Bragi.

Sérfræðingar kallaðir til

Hann segir umsókn Freyju hafa farið „sinn eðlilega farveg“ í gegnum stofnunina. „Ég get fullyrt að það var sérlega vel vandað til við þá vinnu og við kölluðum m.a. eftir sérfræðiálitum. Við berum mikla virðingu fyrir Freyju eins og öllum öðrum sem lýsa áhuga á að gerast fósturforeldrar,“ segir Bragi. Hann segir að áður hafi líkamlega fatlaður einstaklingur sótt um að gerast fósturforeldri. „En þetta er alltaf mat í hverju einstöku tilviki og í tilviki Freyju var matið með þessum hætti.“

Spurður hvort Barnaverndarstofu hafi áður verið stefnt vegna neitunar um að gerast fósturforeldri segir hann svo vera. „Eftir því sem ég best veit hefur það gerst einu sinni. Það var fyrir 2-3 árum, það mál var talsvert öðruvísi vaxið og þar var ákvörðun Barnaverndarstofu staðfest.“

Innlent »

Háar dagsektir vegna rafvagna

05:30 Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst. Meira »

Alls óákveðið hjá ASÍ

05:30 Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana. Meira »

Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

05:30 Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra. Meira »

Lítið næði til loðnuveiða

05:30 Íslensk, færeysk og grænlenskt loðnuskip voru í gær að veiðum út af Vík, en lítið næði hefur verið til veiða þar vegna veðurs síðan á sunnudag og veðurútlit er ekki gott í vikunni. Meira »

Sveitarfélög ráði fjölda fulltrúa

05:30 „Við teljum að sveitarfélögin eigi að ákveða sjálf fjölda fulltrúa í sveitarstjórn,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Meira »

Föst í sjö mánuði í Kvennaathvarfinu

Í gær, 22:57 Maaria Pïvinen frá Finnlandi hefur neyðst til að dvelja í Kvennahvarfinu í tæpa sjö mánuði vegna þess að forræðisdeila hennar við íslenskan barnsföður hefur dregist á langinn. Meira »

Herbergjum á lungnadeild lokað

Í gær, 22:05 Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar fundust meðal annars rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi nr. 626. Fyrir vikið var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar til búið er að gera þar úrbætur. Meira »

„Risavaxnir“ almannahagsmunir

Í gær, 22:44 „Ég er hjartanlega sammála hæstvirtum þingmanni um að um þetta eigi að ríkja eins mikið gagnsæi og mögulegt er því að hér er um risavaxna almannahagsmuni að ræða,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag um söluna á hlut ríkisins í Arion banka. Meira »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Útsala
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...
Sendiráð óskar eftir fullbúinni íbúð
Við erum með sendiráð sem vantar íbúð í 12 mánuði, frá 1. mars. Íbúðin þarf að v...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...