Mál Loga Bergmanns verður flutt 9. janúar

Logi Bergmann Eiðsson, fjölmiðlamaður.
Logi Bergmann Eiðsson, fjölmiðlamaður. Friðrik Tryggvason

Fyrr í dag fór fram fyrirtaka í máli 365 miðla hf. gegn Loga Bergmanni Eiðssyni, fyrrverandi starfsmanni fjölmiðlafyrirtækisins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Niðurstaða fyrirtökunnar var sú að málið verður flutt fyrir dómstólum 9. janúar næstkomandi.

Guðjón Ármannson, lögmaður Loga, segir í samtali við mbl.is að engir sáttasamningar séu í spilunum á milli málsaðila. Hann segir að málið sé komið í þennan farveg og að það sé ekkert annað fyrirsjáanlegt en að það verði flutt fyrir dómstólum.

Eins og áður hefur komið fram fengu 365 miðlar lögbann á störf Loga, eftir að tilkynnt var hinn 11. október síðastliðinn að Logi hefði ráðið sig til starfa hjá Árvakri hf., eiganda Morgunblaðsins, mbl.is og K100. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert