Samdráttur í framleiðslu hafinn

Í sláturhúsi SS á Selfossi.
Í sláturhúsi SS á Selfossi. mbl.is/RAX

Upplýsingar um heildarslátrun í nýlokinni sláturtíð benda til þess að hafinn sé samdráttur í lambakjötsframleiðslu. Aukning er í ærslátrun og færri lömb sett á en venjulega. Á landinu öllu var slátrað liðlega 7 þúsund fleiri lömbum en á síðasta ári.

Heildarkjötmagnið er þó svipað og á síðasta ári því á móti fjölgun í slátrum kemur að dilkar eru að jafnaði léttari en á síðasta ári, að því er fram kemur í fréttaskýringu um sláturtíðina í ár í Morgunblaðinu í dag.

Sauðfjárslátrun lauk um miðja síðustu viku, hjá því sláturhúsi sem lengst var að. Slátrað var tæplega 560 þúsund lömbum sem er um 7.400 lömbum fleira en á síðasta hausti, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu frá kjötmati Matvælastofnunar. Meðalfallþungi dilka var 16,41 kg. Er það 290 grömmum minna en var á árinu 2016 sem var metár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert