Sérstaðan tapast ef við fáum bakteríur í pakka

Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu ...
Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu AFP

Ísland hefur mikið að vernda vegna sérstöðu sinnar sem einangruð eyja og má halda í það sem að aðrir eru búnir að tapa. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans, sem er ósáttur við þann úrskurð EFTA-dómstólsins að inn­flutn­ingstak­mark­an­ir íslenska ríkisins á fersk­um mat­væl­um séu ólög­leg­ar. Málið var höfðað af Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) gegn ís­lenska rík­inu og féll dómur í málinu í morgun.

„Við erum með mikla sérstöðu í íslenskum landbúnaði hvað við notum lítið af sýklalyfjum og erum með þeim lægstu í  heiminum hvað þetta varðar,“ segir Vilhjálmur Ari. Allt þetta er tapað ef við erum að fá bakteríurnar bara í pakka til okkar.“

Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, sem og inn­mat og slát­urúr­gangi hvort sem um ræðir svína-, nauta-, lamba-, geita- eða ali­fugla­kjöt eða kjöt af villt­um dýr­um og ýms­um mjólk­ur­vör­um. Verða inn­flytj­end­ur sam­kvæmt núgild­andi lög­um að sækja um leyfi og leggja fram marg­vís­leg gögn til Mat­væla­stofn­un­ar.

30% af danska kjötinu smitað af samfélagsmósum

Vilhjálmur Ari Arason segir mikla sýklalyfjanotkun í erlendu kjöti ástæðu þess að bakteríur á borð við klasakokka þrói með sér sýklalyfjaónæmi sem geti valdið margvíslegum vanda. Vissulega hafi dregið úr sýklalyfjanotkun í eldi víða, en hún og ónæmið sé engu að síður til staðar og að hefta þurfi útbreiðslu hennar hingað.

„Eitt einfalt dæmi eru Danir, sem hafa verið duglegir að nota sýklalyf í sinni svínarækt,“ segir Vilhjálmur Ari. „Þar er mjög hátt hlutfall af sýklalyfjaónæmum klasakokkum, það er talað um að hlutfallið sé allt að 30% í kjöti sem búið er að slátra.“ Þá hafi rannsóknir sýnt að allt að 30% af danska kjötinu sé smitað af svo nefndum samfélagsmósum. 

„Sum svæði hafa verið að glíma við að allt að 20-30% og jafnvel 40% af klasakokkum séu ónæmir fyrir sýklalyfjum,“ bendir hann á og og segir klasakokkasýkingu vera eina algengustu sýkingu í sárum, sem hann sjái m.a. í starfi sínu á slysa- og bráðadeild. „Þetta sýnir hvað við erum að nálgast hættulegt landslag hér.“

Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku ...
Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans, segir raunverulag ógn á sýklaónæmum bakteríum stafa af kjötinnflutningi. Ljósmynd/Aðsend

Vandinn verður þegar sýkingar koma upp

Vilhjálmur Ari segir að öll hrávara sé vissulega menguð af bakteríu, en að málið vandist ef að bakterían er ónæm fyrir sýklalyfjum. „Bakteríuflóran sem er í kjötinu berst inn á eldhúsborðið og svona flórubakteríur eru mjög  fljótar að festast í okkar flóru,“ segir hann.  Vandans verði hins vegar ekki vart fyrr en sýking komi í sár eða að veikindi komi upp. „Þá eru þessir stofnar þarna til staðar og þá byrjar vandamálið.“

Hærra hlutfall af bakteríum sem séu ónæmar fyrir sýklalyfjum á borð við pensilín séu byrði á samfélögum þar sem að vandinn sé til staðar. „Þetta er þróun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO óttast, af því að það eru alltaf að verða til fleiri og fleiri stofnir og ónæmið að verða meira.“

Kjötinnflutningurinn raunveruleg ógn

Ísland standi sig vel í því að nota lítið af sýklalyfjum í landbúnaði og það sé ein af þeim röksemdafærslum sem eru gefnar fyrir því að við höfum sloppið tiltölulega vel við þessar ónæmu bakteríur í búfénaði.

„Ef við fáum hins vegar bakteríur og flytjum þær í tonnavís inn í eldhúsið hjá okkur, þá er þetta ekki lengur spurning um hvort að við mannfólkið notum mikið af bakteríum í landbúnaði, heldur erum við að fá þetta á færibandi og þá er þetta komið út í okkar landbúnað áður en við vitum af.“

Sjálfur kveðst Vilhjálmur Ari óttast meira en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að kjötinnflutningurinn sé raunveruleg ógn. „Hann er embættismaður og tónar niður sínar áhyggjur,“ segir hann.

„Við erum þó sammála um það að öllu eftirliti hafi verið ábótavant. Það er misskilningur að við séum stikkfrí ef við flytjum bara inn frosið kjöt, þó að það takmarki útbreiðslu í flutningi og í kjötborði.  Það þarf eftir sem áður að rannska og taka miklu fleiri sýni en gert er í dag og Matís og aðrar stofnanir eru ekki í stakk búnar að fylgjast með þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ríkisstjórnin ekki rætt lög á ljósmæður

18:00 Ekki hefur komið til tals að setja lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Þetta segja bæði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Þjónustukort Byggðastofnunar kynnt

17:41 Vefsjáin thjonustukort.is var opnuð í dag og er það fyrsti áfangi í þróun þjónustukortsins sem nær yfir þjónustu á sviði löggæslu-, fræðslu- og heilbrigðismála. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tryggja frekari öflun gagna og samræmingu til þess að haldið verður áfram með verkefnið. Meira »

Ártúnsbrekka malbikuð

17:22 Malbikunarframkvæmdir hefjast í Ártúnsbrekku í kvöld, í aksturstefnu í átt að miðborg Reykjavíkur. Tvær akreinar verða malbikaðar í kvöld og nótt og ein til viðbótar á morgun. Vegarendur eru beðnir um að sýna aðgát. Meira »

Fjölgi nýbyggingum með niðurgreiðslum

16:45 Íbúðalánasjóður mun leita að þremur sveitarfélögum í tilraunaverkefni til að auka húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir verkefnið að norskri fyrirmynd. Meira »

Kjaradeila ljósmæðra „mikið áhyggjuefni“

16:03 Landlæknir, Alma D. Möller, lýsir alvarlegum áhyggjum vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í tilkynningu til fjölmiðla. Embættið segir stjórnendur Landspítala telja sig geta tryggt öryggi sjúklinga með herkjum þar sem óljóst er hvenær næsta álagstímabil starfsfólks verði. Meira »

Verið á óvissustigi frá því í haust

15:21 Rýmingaráætlun fyrir sveitirnar í nágrenni Öræfajökuls er tiltölulega ný af nálinni og á að ná vel til bæði heimamanna og ferðamanna á svæðinu. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Forsetinn mætti í afmæli Karólínu

14:55 Karólína Björk Steinþórsdóttir varð sjö ára gömul á laugardaginn og var haldin afmælisveisla af því tilefni. Karólína útbjó myndarlegan gestalista og ákvað að bjóða forseta Íslands í afmælisveisluna. Henni til mikillar undrunar mætti forsetinn með fjölskyldu sína í veisluna. Meira »

Greiddu sektina og báðust afsökunar

13:53 Er­lendu ferðamennirnir sem gerðust sekir um ólöglegan utanvegaakstur í gærkvöldi mættu á lögreglustöðina á Selfossi nú fyrir stuttu og greiddu sekt sem þeim var gerð vegna þeirra náttúruspjalla sem aksturinn olli. Hvor ökumaður þurfti að greiða 200 þúsund krónur. Meira »

Samfylkingin leitar að framkvæmdastjóra

13:07 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur auglýst eftir umsækjendum um starf framkvæmdastjóra flokksins. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdastjórinn beri ábyrgð á daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum auk þess að efla aðildarfélög og grasrót félagsins. Meira »

Leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað

12:40 Leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verður lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill samkvæmt nýju frumvarpi til umferðarlaga og er kveðið á um bann við að afhenda eða selja ökumanni eldsneyti sé hann undir áhrifum áfengis eða ávana- eða fíkniefna. Meira »

Lög á yfirvinnubann kæmu ekki á óvart

11:42 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segist ekki hafa áhyggjur af því að lög verði sett á yfirvinnubann ljósmæðra, sem taka á gildi aðfaranótt miðvikudags. Slíkt kæmi þó ekki á óvart með hliðsjón af sögunni. Meira »

Býðst að ljúka málinu með sektargreiðslu

11:15 Erlendu ferðalöngunum sem festu bíla sína í drullu eftir utanvegaakstur í gær býðst nú að ljúka málinu með greiðslu sektar, segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Meira »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Inntökupróf
Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin...
Vantar þig bókara?
Tek að mér bókhald fyrir einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki,Vsk skýrslur...