Sérstaðan tapast ef við fáum bakteríur í pakka

Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu ...
Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu AFP

Ísland hefur mikið að vernda vegna sérstöðu sinnar sem einangruð eyja og má halda í það sem að aðrir eru búnir að tapa. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans, sem er ósáttur við þann úrskurð EFTA-dómstólsins að inn­flutn­ingstak­mark­an­ir íslenska ríkisins á fersk­um mat­væl­um séu ólög­leg­ar. Málið var höfðað af Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) gegn ís­lenska rík­inu og féll dómur í málinu í morgun.

„Við erum með mikla sérstöðu í íslenskum landbúnaði hvað við notum lítið af sýklalyfjum og erum með þeim lægstu í  heiminum hvað þetta varðar,“ segir Vilhjálmur Ari. Allt þetta er tapað ef við erum að fá bakteríurnar bara í pakka til okkar.“

Íslensk lög­gjöf fel­ur í sér inn­flutn­ingstak­mark­an­ir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, sem og inn­mat og slát­urúr­gangi hvort sem um ræðir svína-, nauta-, lamba-, geita- eða ali­fugla­kjöt eða kjöt af villt­um dýr­um og ýms­um mjólk­ur­vör­um. Verða inn­flytj­end­ur sam­kvæmt núgild­andi lög­um að sækja um leyfi og leggja fram marg­vís­leg gögn til Mat­væla­stofn­un­ar.

30% af danska kjötinu smitað af samfélagsmósum

Vilhjálmur Ari Arason segir mikla sýklalyfjanotkun í erlendu kjöti ástæðu þess að bakteríur á borð við klasakokka þrói með sér sýklalyfjaónæmi sem geti valdið margvíslegum vanda. Vissulega hafi dregið úr sýklalyfjanotkun í eldi víða, en hún og ónæmið sé engu að síður til staðar og að hefta þurfi útbreiðslu hennar hingað.

„Eitt einfalt dæmi eru Danir, sem hafa verið duglegir að nota sýklalyf í sinni svínarækt,“ segir Vilhjálmur Ari. „Þar er mjög hátt hlutfall af sýklalyfjaónæmum klasakokkum, það er talað um að hlutfallið sé allt að 30% í kjöti sem búið er að slátra.“ Þá hafi rannsóknir sýnt að allt að 30% af danska kjötinu sé smitað af svo nefndum samfélagsmósum. 

„Sum svæði hafa verið að glíma við að allt að 20-30% og jafnvel 40% af klasakokkum séu ónæmir fyrir sýklalyfjum,“ bendir hann á og og segir klasakokkasýkingu vera eina algengustu sýkingu í sárum, sem hann sjái m.a. í starfi sínu á slysa- og bráðadeild. „Þetta sýnir hvað við erum að nálgast hættulegt landslag hér.“

Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku ...
Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og sérfræðingur á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans, segir raunverulag ógn á sýklaónæmum bakteríum stafa af kjötinnflutningi. Ljósmynd/Aðsend

Vandinn verður þegar sýkingar koma upp

Vilhjálmur Ari segir að öll hrávara sé vissulega menguð af bakteríu, en að málið vandist ef að bakterían er ónæm fyrir sýklalyfjum. „Bakteríuflóran sem er í kjötinu berst inn á eldhúsborðið og svona flórubakteríur eru mjög  fljótar að festast í okkar flóru,“ segir hann.  Vandans verði hins vegar ekki vart fyrr en sýking komi í sár eða að veikindi komi upp. „Þá eru þessir stofnar þarna til staðar og þá byrjar vandamálið.“

Hærra hlutfall af bakteríum sem séu ónæmar fyrir sýklalyfjum á borð við pensilín séu byrði á samfélögum þar sem að vandinn sé til staðar. „Þetta er þróun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO óttast, af því að það eru alltaf að verða til fleiri og fleiri stofnir og ónæmið að verða meira.“

Kjötinnflutningurinn raunveruleg ógn

Ísland standi sig vel í því að nota lítið af sýklalyfjum í landbúnaði og það sé ein af þeim röksemdafærslum sem eru gefnar fyrir því að við höfum sloppið tiltölulega vel við þessar ónæmu bakteríur í búfénaði.

„Ef við fáum hins vegar bakteríur og flytjum þær í tonnavís inn í eldhúsið hjá okkur, þá er þetta ekki lengur spurning um hvort að við mannfólkið notum mikið af bakteríum í landbúnaði, heldur erum við að fá þetta á færibandi og þá er þetta komið út í okkar landbúnað áður en við vitum af.“

Sjálfur kveðst Vilhjálmur Ari óttast meira en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að kjötinnflutningurinn sé raunveruleg ógn. „Hann er embættismaður og tónar niður sínar áhyggjur,“ segir hann.

„Við erum þó sammála um það að öllu eftirliti hafi verið ábótavant. Það er misskilningur að við séum stikkfrí ef við flytjum bara inn frosið kjöt, þó að það takmarki útbreiðslu í flutningi og í kjötborði.  Það þarf eftir sem áður að rannska og taka miklu fleiri sýni en gert er í dag og Matís og aðrar stofnanir eru ekki í stakk búnar að fylgjast með þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp á flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »

Þessum vegum verður lokað

12:41 Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.  Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Hildur Björnsdóttir í öðru sætinu

12:44 Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista. Meira »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...