Þriðjungsfækkun umsókna um vernd

Útlendingastofnun annast málefni þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á ...
Útlendingastofnun annast málefni þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umsækjendum um alþjóðlega vernd fækkaði um þriðjung á milli mánaða og eru flestir umsækjendur frá Georgíu og Albaníu. 63% umsækjenda um vernd á Íslandi í september koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Þetta kemur fram í tölum Útlendingastofnunar fyrir septembermánuð. Fyrstu 12 daga októbermánaðar sóttu 35 um hæli á Íslandi.

Útlendingastofnun

Umsækjendur um alþjóðlega vernd í september voru 104. Eru þetta þriðjungi færri umsóknir en í ágústmánuði (154) og 40% færri en í septembermánuði á síðasta ári (176). Heildarfjöldi umsókna á fyrstu níu mánuðum ársins var 883, tæpum 60% fleiri en á sama tímabili árið 2016 (561). 

Útlendingastofnun

Umsækjendur í september voru af 27 þjóðernum og komu flestir frá Georgíu (39) og Albaníu (21). Tólf Írakar sóttu um hæli á Íslandi í september, 3 Afganar og tveir Sýrlendingar. Einn Bandaríkjamaður, Kínverji, Hollendingur og Þjóðverji eru meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi í september. 81% umsækjenda voru karlkyns og 19% kvenkyns, segir í frétt á vef Útlendingastofnunar frá því í gær.

Útlendingastofnun

52 drógu umsókn um vernd til baka

Niðurstaða fékkst í 130 mál í septembermánuði. 49 umsóknir voru teknar til efnislegrar meðferðar og þar af voru 27 mál afgreidd með ákvörðun í forgangsmeðferð fyrir tilhæfulausar umsóknir. 26 mál voru afgreidd með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þrjú mál voru afgreidd með synjun á grundvelli þess að umsækjendurnir höfðu þegar fengið vernd í öðru ríki og 52 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

43 þeirra 49 mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun og sex með ákvörðun um veitingu verndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. Flestir þeirra sem var synjað um vernd komu frá Georgíu (15) og Kósóvó (13) en flestir þeirra sem var veitt vernd komu frá Írak (4).

14 umsóknir í forgangsmeðferð

Meðalmálsmeðferðartími allra umsókna um vernd sem afgreiddar voru með ákvörðun á þriðja ársfjórðungi 2017 var 127 dagar. Að meðaltali tók 103 daga að afgreiða umsókn á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar (55 mál), 190 daga í hefðbundinni efnismeðferð (74 mál) og 41 dag í forgangsmeðferð fyrir tilhæfulausar umsóknir (39 mál).

Útlendingastofnun

Um miðjan september var verklagi við afgreiðslu tilhæfulausra umsókna breytt. Breytingarnar voru gerðar á grundvelli reglugerðarbreytingar frá 30. ágúst sem meðal annars heimilaði ákvarðanatöku án samhliða rökstuðnings í málum sem sæta forgangsmeðferð. 14 umsóknir voru teknar til forgangsmeðferðar á grundvelli nýja verklagsins í september og var þeim lokið á þremur dögum að jafnaði.

Útlendingastofnun

Um 580 einstaklingar nutu þjónustu í verndarkerfinu á Íslandi um síðastliðin mánaðamót, þar af voru um 260 manns í þjónustu hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar, á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veittu um 320 einstaklingum þjónustu í búsetuúrræðum stofnunarinnar.

Stoðdeild ríkislögreglustjóra flutti 46 einstaklinga úr landi í september. 38 einstaklingar yfirgáfu landið sjálfviljugir með stuðningi Útlendingastofnunar í mánuðinum og þrír með stuðningi Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar (IOM).

Sjá nánar hér

mbl.is

Innlent »

Jónas Már skyndhjálparmaður ársins

12:45 Jónas Már Karlsson var í dag útnefndur skyndihjálparmaður ársins 2017, en Jónas bjargaði eldri konu sem hann var að keyra út mat til með því að beita heimlich aðferðinni á hana áður en hann kallaði til sjúkrabíl. Meira »

Kemur til greina að niðurgreiða flugfargjöld

12:30 Til greina kemur að „niðurgreiða flugfargjöld fyrir íbúa tiltekinna svæða“ í innanlandsflugi. Innanlandsflug verður einnig hagstæðari valkostur en nú er, en samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun beita sér fyrir slíkum aðgerðum. Meira »

Aflýsa innanlandsflugi

12:26 Búið er aflýsa öllu innanlandsflugi Air Iceland Connect í dag, utan flugs til Akureyrar klukkan fjögur. Athuga á með þá vél um hálfþrjúleytið í dag. Flug til Nuuk á Grænlandi nú síðdegis er hins vegar á áætlun. Meira »

Komið fárviðri á Reykjum í Hrútafirði

12:11 Veðurofsinn á höfuðborgarsvæðinu er búinn að ná hámarki og er nú tekinn að dvína, en komið er fárviðri á Reykjum í Hrútafirði þar sem vindhraði mælist nú 33 m/s. Meira »

Vatnsleki í grunnskóla Sandgerðis

11:39 Nokkuð annríki hefur verið hjá Brunavörnum Suðurnesja í morgun vegna veðurs. Vatn fór inn í húsnæði SBK í Grófinni í Keflavík vegna leysingavatns sem flæddi niður eftir Grófinni og þá var tilkynnt um vatnsleka í grunnskólanum í Sandgerði. Meira »

Veginum um Súðavíkurhlíð lokað

11:27 Vegna veðurs og slæmrar veðurspár í dag hefur verið ákveðið að loka veginum um Súðavíkurhlíð að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Að sögn Vegagerðarinnar hefur hættustigi vegna snjóflóða verið lýst yfir. Meira »

Stórhöfði breyttist í stöðuvatn

11:12 Vegurinn í hluta af iðnaðarhverfinu í Stórhöfða í Reykjavík virðist hafa breyst í vatnsmikla á eða stöðuvatn í óveðrinu sem gengur nú yfir suðvesturhluta landsins. Hreiðar Ingi Eðvarðsson birti myndskeið á Twitter þar sem sjá má bíla keyra í gegnum „ána.“ Meira »

Opið á umferð um Kjalarnes

11:25 Búið er að opna fyrir umferð um Kjalarnes, undir Hafnarfjalli og hluta Mosfellsheiðar. Þá var Reykjanesbrautin opnuð á ný um hálftíu í morgun. Meira »

Veikleiki í einangrun orsök bilunar í rafmagnsstreng

10:34 Bilun í rafmagnsstreng Landsnets sem liggur til Vestmannaeyja í apríl í fyrra orsakaðist líklegast af veikleika í einangrun. Tók viðgerðin 14 daga, en sérhæfða viðgerðarskipið Isaac Newton var fengið til að aðstoða við viðgerðina. Var fjarstýrður kafbátur notaður og klippti hann strenginn í sundur, en bilunin var á 50 metra dýpi. Meira »

Lokað við Smáralind vegna vatnselgs

10:34 Umferðargöngin við Smáralindina eru lokuð núna vegna vatnselgs. Tilkynningar um vatnstjón berast nú í miklu magni inn til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir ofsaveðrið sem verið hefur í morgun. Meira »

Búið að opna Reykjanesbrautina

09:37 Búið er að opna á umferð um Reykjanesbraut á ný. Mikið hvassviðri er þar þó enn og vatnselgur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðrið hefur nú líklega náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu að mati vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Meira »

Björgunarsveitir kallaðar í Hlíðarsmára

09:19 Björgunarsveitir voru kallaðar út að Hlíðarsmára í Kópavoginum á níunda tímanum í morgun eftir að rúða fór úr glugga í ofsaveðrinu. Fyrr í morgun höfðu björgunarsveitamenn verið kallaðir til þegar svalahurð fór af annars staðar í borginni. Meira »

53 m/s undir Hafnarfjalli

09:19 Vindhraði hefur mælst allt að 53 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli í morgun. Meðalvindhraðinn er 29 m/s.   Meira »

Sex létust í árás á lögreglustöð

08:56 Sex létust er hópur vopnaðra manna réðst inn á lögreglustöð í Suður-Afríku í dag og rændi þar skotvopnum. Fimm hinna látnu voru lögreglumenn og einn var hermaður. Meira »

Rafmagnslaust í Mosfellsdal

08:26 Rafmagnslaust er enn í hluta Mosfellsdals en unnið er að viðgerð.   Meira »

Fundi með bæjarstjóra frestað vegna veðurs

09:12 Fundur eldri sjálfstæðismanna með Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, sem fara átti fram í Valhöll í hádeginu í dag fellur niður vegna veðurs. Meira »

Umferðin hæg en áfallalaus

08:26 Umferðin hefur gengið vel fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu í morgun að sögn umferðardeildar lögreglunnar, þrátt fyrir ofsaveðrið sem nú gengur þar yfir. Meira »

Hús íslenskra fræða bíður enn

08:18 Hús íslenskra fræða er eitt af þeim verkefnum sem bíða úrlausnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er í vinnslu á Alþingi. Meira »
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...