Tveir dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn, annan á þrítugsaldri en hinn á fertugsaldri, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslu sinni í sölu og dreifingarskyni 165,24 grömm af marijúana, 2,38 grömm af amfetamíni og 23,49 grömm af kókaíni þann 1. nóvember 2016.  

Þá er annar mannanna einnig dæmdur fyrir að hafa síðar haft í vörslu sinni 49,99 grömm af marijúana og 2,73 grömm af amfetamíni þann 18. febrúar 2017. Er honum gert að sæta fangelsi í 60 daga en hinum 30 daga.

Mennirnir játuðu báðir brot sín skýlaust, en fallið var frá því að sá sem lægri refsingu fékk hefði verið með fíkniefni á sér í sölu- og dreifingarskyni. Dómarnir eru báðir skilorðsbundnir til tveggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert