Tveir heimar handverks og hönnunar

Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson skoða skartgripi Hönnu, samstarfskonu sinnar ...
Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson skoða skartgripi Hönnu, samstarfskonu sinnar í Freetown. Ljósmynd/Olivia Aclan

Sweet Salone er afrakstur sameiginlegs verkefnis íslenskra hönnuða og handverksfólks í Síerra Leóne á vegum velgerðarsjóðsins Auroru. Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og verkefnisstjóri, segir persónuleg kynni hafa átt stóran þátt í að hönnunarteymið fann betur en ella hversu starf þeirra var þýðingarmikið og skipti sköpum í lífi fólks.

Sierra Leone. Sweet Salone. Hljómar býsna líkt, enda dregur seinna nafnið dám af því fyrra; Vestur-Afríkuríki, sem í rúman aldarfjórðung var nánast stöðugt í heimsfréttunum vegna alls kyns hörmunga. Skemmst er að minnast tíu ára blóðugrar borgarastyrjaldar til ársins 2002 og ebólufaraldurs árið 2014. Sweet Salone er aftur á móti hönnunarverkefni, sem velgerðarsjóðurinn Aurora fékk hönnuðinn Sigríði Sigurjónsdóttir til að stýra og fólst í að stefna saman íslenskum hönnuðum og handverksfólki í Síerra Leóne – eins og landið nefnist á íslensku.

Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, hönnuður hjá As We Grow, og samstarfsfólk ...
Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, hönnuður hjá As We Grow, og samstarfsfólk hennar í Síerra Leóne.


Sjóðurinn hefur um tíu ára skeið stutt við skólastarf og uppbyggingu í Síerra Leóne, og jafnlengi stutt við hönnuði á Íslandi gegnum Hönnunarsjóð Auroru. „Hönnunarverkefnið snerist um að við hjálpuðum handverksfólkinu þar ytra til að auka virði handverks síns, leiðbeindum því með verklag og annað slíkt og síðan að koma vörunum á markað,“ útskýrir Sigríður, sem fyrir réttu ári hélt í sína fyrstu ferð til Afríku. Áður segist hún hafa ætlað að undirbúa sig og lesa sér svolítið til um handverk á þessum slóðum á netinu og í bókum, en nánast ekki fundið neitt.

Kortlagði handverkið

„Þótt almenningur sé bláfátækur er landið þekktast fyrir demanta í jörðu og demantavinnslu. Í borgarastríðinu var fyrst og fremst barist um landsvæði þar sem demanta var að finna svo ekki hafa þeir verið fólkinu til gæfu. Eftir stríðið og ebólufaraldurinn hrundu markaðir fyrir handverk, sem æ síðan hefur átt undir högg að sækja. Þarna er lítill sem enginn túrismi og því fáir til að kaupa afurðirnar aðrir en heimamenn og einstaka hjálparstarfsmaður. Til að byrja með var mitt hlutverk að finna handverksfólk, kortleggja handverkið og kanna grundvöllinn fyrir samstarfi við íslenska hönnuði.“

Regína spjallar við körfugerðarfólk í þorpinu Brama Town.
Regína spjallar við körfugerðarfólk í þorpinu Brama Town.


Regína Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Auroru, sem vinnur við þróunarstarf í Síerra Leóne, var Sigríði innan handar og benti henni á handverksfólk; fátæka einyrkja sem reyndu að framfleyta sér af handavinnu sinni.

„Við vorum aðallega í Freetown, höfuðborginni, og aðeins lítillega í sveitaþorpunum. Eftir tvær vikur sneri ég heim með kollinn fullan af hugmyndum um hvernig best væri að hrinda verkefninu í framkvæmd. Niðurstaðan varð sú að vinna í grunninn með þær handverkshefðir sem fyrir voru í landinu og að íslenskir hönnuðir, sem færu utan til að vinna með fólkinu, hjálpuðu því fyrst og fremst að bæta gæðin og gera vöruna söluvæna til útflutnings,“ segir Sigríður og nefnir sem dæmi að þeir sem bjuggu til skartgripi hefðu notað lélegan þráð og saumafólkið hefði kannski ekki gætt þess að láta mynstrið í efninu snúa eins að framan og aftan á flíkinni.

Með þriggja manna hönnunarteymi

Afrískt handverk. Barnakjóll fyrir As We Grow.
Afrískt handverk. Barnakjóll fyrir As We Grow.


Þrátt fyrir ýmsa annmarka, sem heimamönnum þóttu reyndar smávægilegir og helst lutu að frágangi og þvíumlíku, hreifst Sigríður af handverkinu, t.d. skartgripum úr textílafgöngum og einnig glerperlum, sem mikil hefð er fyrir í landinu, körfugerð og litríkum saumaskapnum.

Þegar heim kom hitti Sigríður að máli þau Hugrúnu og Magna, hönnuði hjá Kron by Kronkron og eigendur verslunarinnar Kronkron, og Guðrúnu Rögnu Sigurjónsdóttur, hönnuð hjá As We Grow, sýndi þeim myndir sem hún hafði tekið í ferðinni og útskýrði fyrirkomulagið. Hún segist ekki hafa þurft að beita fortölum, nema síður væri, því öll hafi strax verið mjög spennt fyrir að taka þátt í verkefninu. Í september síðastliðnum lagði hópurinn svo af stað til átta daga dvalar í Síerra Leóne.

Sigríður fór meðal annars í sveitaþorpið Port Loko til að ...
Sigríður fór meðal annars í sveitaþorpið Port Loko til að kynna sér handverk og heimsótti þá nokkra barnaskóla í leiðinni.


„Við vorum í samstarfi við þrettán ólíka handverksmenn, sem ég hafði sigtað út í fyrri ferðinni. Hönnunarteymið fór á milli þeirra, hannaði með þeim, teiknaði, saumaði og lagði á ráðin með allt mögulegt til að betrumbæta varninginn. Mér fannst einstakleg fallegt að sjá hvernig fólkið hjálpaðist að. Þegar Hugrún og Magni höfðu til dæmis beðið mann nokkurn, sem bjó til skartgripi, um að breyta einni útgáfu af hálsfesti og hafa tíu slíkar tilbúnar þegar þau kæmu næst, sat hann ekki einn að viðskiptunum heldur hafði virkjaði fleiri til að vinna með sér. Sama var uppi á teningnum þegar við pöntuðum körfur hjá tveimur körfugerðarmönnum – þegar við komum næst voru allir í þorpinu að flétta körfur.“

Hús sem vex með hverjum kjól

Sigríður segir samhjálpina sem hvarvetna blasti við hafa snortið þau djúpt og sjálf hafi hún fengið aðra sýn á lífið, sérstaklega þegar hún heyrði örlagasögur fólksins. Eins og hennar Hönnu.

Efnisafgangar fá nýtt hlutverk í litríkum skartgripum.
Efnisafgangar fá nýtt hlutverk í litríkum skartgripum.


„Hanna, sem bjó til hálsfestar fyrir Hugrúnu og Magna, var alltaf með lítið barn á bakinu við vinnu sína. Maðurinn hafði yfirgefið hana og smám saman komumst við að því að hún var sjö barna móðir, átti sjálf þrjú elstu, en hafði ættleitt fjögur börn systur sinnar eftir að hún lést,“ segir Sigríður og heldur áfram: „Foday, klæðskerinn, sem Guðrún Ragna vann með, er að byggja hús fyrir fjölskyldu sína. Í hvert skipti sem hann selur kjól getur hann keypt nokkra múrsteina. Húsið er því sannkallað As We Grow-hús sem vex með hverjum kjól.“

Persónuleg kynni telur Sigríður tvímælalaust hafa átt þátt í að hönnunarteymið fann betur en ella hversu starf þeirra var þýðingarmikið og skipti sköpum í lífi fólks. „Maður setur allt í annað samhengi þegar maður fer að kynnast fólkinu og aðstæðum þess auk þess sem starfið verður svo miklu meira gefandi. Þess vegna er okkur öllum svo annt um að við getum haldið samstarfinu áfram. Ég er mjög bjartsýn, enda heldur Regína starfinu áfram og aðstoðar handverksfólkið með praktísk atriði eins og að senda vörurnar til Íslands og þvíumlíkt,“ segir hún og bætir við að afrakstur samstarfsins sé ekki aðeins áþreifanlegur heldur líka sambland af gleði, von, lærdómi og vináttu.

Samtal og samvinna

Leikfang. Bílabraut úr efnisbútum.
Leikfang. Bílabraut úr efnisbútum.


Hins vegar speglast efnislegi afraksturinn að þessu sinni í litríkum barnakjólum og -skyrtum, skartgripum og leikföngum úr tré og efnisafgöngum. „Sweet Salone verkefnið heldur áfram að vaxa. Í þessum mánuði fer annað hönnunarteymi til Síerra Leóne á vegum Aurora til að halda starfinu áfram,“ upplýsir Sigríður og að leiðarljós þess sé líka að með samtali og samvinnu verði til þekking og skilningur sem víkki sjóndeildarhringinn og stuðli að bættum lífskjörum fólks.

Fyrsta sending Sweet Salone er komin í verslunina Kronkron. Verslanir sem selja As We Grow-barnafatnaðinn munu einnig bjóða upp á Sweet Salone As We Grow í framtíðinni.

Kyrrð í rýminu

Sense of Place, ljósmyndasýning Birtu Ólafsdóttur, verður opnuð kl. 18 á morgun, miðvikudag, í versluninni Kronkron við Laugaveg 63, Vitastígsmegin. Á sama tíma og á sama stað verður samstarfsverkefninu Sweet Salone fagnað og það kynnt fyrir gestum og gangandi. Sýningarnar eru haldnar í tilefni af tíu ára afmæli Auroru velgerðarsjóðs.

Ljósmyndir Birtu fanga stemningu vinnustaða í Síerra Leóne, en hún tók þær um svipað leyti og Sigríður kortlagði handverkið síðla árs 2016. Birta valdi að taka myndirnar þegar alger kyrrð ríkti í rýminu. Viðfangsefni hennar er andrúmsloft, óáþreifanlegt fyrirbæri sem til er í óendanlegum útfærslum og segir allt án þess að segja nokkuð.

Ljósmyndasýningin stendur til 15. janúar.

Saumastofa í Freetown.
Saumastofa í Freetown.

Innlent »

Tómas Tómasson er látinn

23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu,“ svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala Háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Umræða um dánaraðstoð verði aukin

18:20 Þingmenn sjö stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.  Meira »

Vegir lokaðir fyrir norðan

18:19 Vegirnir um Öxnadalsheiði og Víkurskarð eru lokaðir. Veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi var lokað klukkan 18. Ófært er um Dalsmynni, Hólasand og Dettifossveg en þungfært inn í Fnjóskadal. Meira »

Lögleg lyf drepa fleiri en ólögleg

18:10 Megi vandi vegna ávanabindandi lyfja á Íslandi verður ekki leystur nema settar verði meiri skorður á aðgengi einstaklinga að ávísunum og önnur úrræði efld, segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Hér á landi eru það löglegu lyfin sem draga fólk til dauða oftar en ólöglegu. Meira »

Festu bíla sína á Fjarðarheiði

18:04 Björgunarsveit frá Seyðisfirði aðstoðaði fólk sem hafði fest bíla sína á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, í morgun vegna ófærðar. Meira »

Félagsmenn GKG uggandi yfir tillögum

17:10 Stjórn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, ætlar að halda almennan félagsfund í kvöld í ljósi þess að nýverið voru kynntar niðurstöður samkeppni um nýtt aðalskipulag Garðabæjar. Meira »

Pólitískur hávaði og skrípaleikur

16:28 „Mér er ekki ennþá ljóst eftir hvaða upplýsingum og gögnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að kalla eða hvaða staðreyndir hún ætlar að fá fram sem ekki eru þegar komnar fram í Hæstaréttarmálinu,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í dag. Meira »

Segir íbúa Vestmannaeyja í fjötrum

17:30 „Ég veit að fólk sem er sjóveikt fer ekki þessa leið án þess að geta lagst í koju,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður í Flokki fólksins, á Alþingi í dag. Hann spurði samgönguráðherra um aðbúnað í norsku bílferjunni Bodø sem leysir Herjólf af næstu tvær vikur. Meira »

Rósa Björk varaforseti Evrópuráðsþingsins

16:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var kosin einn af varaforsetum Evrópuráðsþingsins, á fundi þingsins sem stendur nú yfir í Strassborg. Meginhlutverk varaforseta er að stýra þingfundum í fjarveru þingforseta en á þinginu sitja 318 þingmenn sem fulltrúar um 800 milljóna Evrópubúa. Meira »

„Hluti af því að vera lykilstarfsmaður“

16:23 Sambærileg lán höfðu verið veitt til félaga í eigu starfsmanna áður en Lárus Welding hóf störf hjá bankanum. Þetta er á meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...