Umdeild mál rædd í dag á kirkjuþingi

Frá Kirkjuþingi.
Frá Kirkjuþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkur viðkvæm og umdeild mál innan þjóðkirkjunnar, sem verið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu, verða til umræðu í fyrirspurnatíma á kirkjuþingi eftir hádegi í dag.

Meðal annars verður beint fyrirspurn til Agnesar Sigurðardóttur biskups um nýlega ráðningu prests við Dómkirkjuna í Reykjavík og ákvörðun hennar að senda Ólaf Jóhannsson, sóknarprest við Grensáskirkju, í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Lögmaður Ólafs hefur sakað biskup um að leggja hann í einelti og gerir ýmsar athugasemdir við málsmeðferð biskups. Einnig verður spurt um ráðningu prests á Akureyri.

Fyrirspurnirnar voru reglum samkvæmt lagðar fram skriflega í gær og þeim verður svarað munnlega á fundi sem hefst klukkan 13 í dag. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ósk blaðsins um afrit af spurningunum hafi verið hafnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert