Yfir 5.000 skókassar söfnuðust

Sjálfboðaliðar í KFUM og KFUK setja saman jólapakka.
Sjálfboðaliðar í KFUM og KFUK setja saman jólapakka. mbl.is/Árni Sæberg

Rúmlega fimm þúsund skókassar með jólagjöfum söfnuðust til barna í Úkraínu í verkefninu Jól í skókassa.

Gámur með gjöfunum lagði af stað frá KFUM- og KFUK-húsinu við Holtaveg í gær, að því er kemur fram á vefsíðu samtakanna.

Lokafjöldi jólakassanna var 5.110 og verða þeir gefnir börnum á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt í Kirovograd í Úkraínu.

Söfnunin fór fyrst fram fyrir jólin 2004. Fyrst um sinn söfnuðust um 500 skókassar en þeir hafa verið um 5.000 undanfarin ár.

Verk­efnið fer þannig fram að fólk er beðið að út­búa skó­kassa með lausu loki og setja í þá hluti í fimm flokk­um; leik­föng, skóla­dót, hrein­læt­is­vör­ur, sæl­gæti og föt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert