19% gistu ekki í Reykjavík

Um 70% óku yfir 1.000 km.
Um 70% óku yfir 1.000 km. mbl.is/​Hari

Tæpur helmingur þeirra erlendu ferðamanna sem þátt tóku í könnun bílaleigunnar Geysis dvöldust aðeins 1 til 2 nætur í Reykjavík og um fjórðungur 3 til 5 nætur. Meðaltalið var hins vegar rúmlega 2 nætur. Þá sögðust um 19% ekki hafa gist í Reykjavík.

Miðað við meðalleigu bílaleigubíla í 9 daga hafa svarendur því gist a.m.k. 6 nætur utan höfuðborgarsvæðisins í sumar. Kemur þetta fram í nýrri greinargerð sem unnin var upp úr gögnum bílaleigunnar fyrir Vegagerðina, en könnunin tók til allra erlendra aðila sem leigðu bíl hjá Geysi í júní til loka ágústmánaðar á þessu ári.

Hlutfallslega flestir leigutakar, eða 60%, eru frá ríkjum Evrópu, en næstir koma ferðamenn frá Bandaríkjunum og Kanada, eða 19%. Rúm 40% svarenda leigðu minnstu gerðir af fólksbílum og næstflestir jeppling, eða 29%. Um 14% svarenda leigðu fólksbíla og 11% jeppa. Aðeins 1% leigði stærri bíla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert