2.500 Bretar fljúga beint til Akureyrar

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Mikill áhugi hefur reynst meðal breskra ferðamanna á að sækja Norðurland heim eftir áramót.

Breska ferðaskrifstofan Super Break skipulagði leiguflug milli Bretlands og Akureyrar og að sögn Hjalta Páls Þórarinssonar, verkefnastjóra hjá flugklasanum Air 66N, er þegar búið að selja 75 prósent flugsætanna og búist er við að nýtingin fari um eða yfir 95 prósent.

Það þýðir að um 2.500 Bretar koma hingað og skila tæplega 8.800 gistinóttum. Í umfjöllunum mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hjalti að lauslegir útreikningar geri ráð fyrir að þetta leiguflug Super Break feli í sér 15-20 prósenta veltuaukningu fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi á þessu tímabili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert