Flugvirkjar vilja fá leiðréttingu

Flugvirkjar að störfum.
Flugvirkjar að störfum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sjötti fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í dag.

„Menn eru bara að ræða saman, það er ekkert nýtt að frétta,“ segir Óskar Einarsson , formaður Flugvirkjafélags Íslands.

„Það er verið að leita eftir ákveðnu jafnvægi. Það er verið að spjalla um leiðréttingu sem við teljum okkur eiga inni.“

Næsti fundur verður á þriðjudaginn eftir tæpa viku.

Spurður hvort líkur séu á verkfalli segir Óskar ekkert slíkt vera í farvatninu eins og er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert