„Gamla fólkið á betra skilið“

Skortur á hjúkrunarfræðingum er hluti vandans.
Skortur á hjúkrunarfræðingum er hluti vandans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í 18% legurýma á Landspítalanum liggur aldrað fólk sem bíður eftir vist á hjúkrunarheimili eða öðru úrræði og hefur hlutfall þessa hóps á spítalanum aldrei verið hærra. Biðdeildir á Vífilsstaðaspítala og á nokkrum stöðum á Vesturlandi, sem opnaðar voru til að taka á móti þessum hópi, duga skammt, aldrað fólk í þessari aðstöðu liggur á nánast öllum deildum Landspítalans og í gær var fjöldinn alls 101.

Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að þessi vandi sé nátengdur skorti á hjúkrunarfræðingum bæði á spítalanum og utan hans; ekki sé hægt að senda aldrað fólk, sem gæti búið heima með stuðningi, heim til sín af spítalanum því að ekki fáist hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun.

„Það er endalaust hægt að nota orð eins og fráflæðisvandi,“ segir Sigríður. „En í grunninn snýst málið um að þetta er ekki góð meðferð á gömlu fólki og það á miklu betra skilið en þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert