Kerfishrunið alvarlegt fyrir samskipti á Íslandi

Þúsundir viðskiptavina 1984 verða fyrir áhrifum vegna kerfishrunsins.
Þúsundir viðskiptavina 1984 verða fyrir áhrifum vegna kerfishrunsins. mbl.is/Skjáskot

„Þessi bilun var svo óvenjuleg og rosaleg einhvernveginn að við sátum á fundi með helstu sérfræðingum landsins í þessum málum og horfðum á vélarnar okkar deyja. Allir bara standa á gati og vita ekkert hvað gerðist. Mönnum ber saman um að þeir hafi aldrei séð svona lagað áður,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri hýsingarfyrirtækisins 1984, sem varð fyrir algjöru kerfishruni í gær.

„Það sem kom uppá var að það komu fram bilanir sem tengjast gagnageymslum og þær voru svo alvarlegar að við í raun misstum öll okkar aðalkerfi niður, meira og minna.“

Mörður segir starfsmenn fyrirtækins vinna samkvæmt neyðaráætlun, sem felst í því að setja tölvupóstþjónustu og vefsíður upp á öðrum hýsingarstað upp úr afritum. „Það mun taka einhvern tíma því að við erum með mjög marga viðskiptavini og við biðjum þá um að fyrirgefa okkur þetta og sýna þolinmæði. Við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en þetta er allt komið upp aftur.“

Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984 ehf.
Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984 ehf.

Mjög alvarlegt fyrir samskipti á Íslandi

Mörður segir þetta hafa áhrif á alla viðskiptavini 1984. „Þeir eru nokkur þúsund, svo þetta er mjög alvarlegt fyrir samskipti á Íslandi. Við hýsum mjög stóran hluta af tölvupóst Íslendinga og erum mjög meðvitaðir um ábyrgð okkar og höfum alltaf gætt þess að eiga alltaf afrit af öllum hlutum, allri þessari deildu hýsingu sem þessi algenga hýsing sem er mest notuð af okkar viðskiptavinum.“

Hann segir ekki ljóst hvað olli biluninni.

„Við höfum alltaf vandað okkur við að vera með mjög vandaðan vélbúnað. Það er ekkert vitað hvort þetta var vélbúnaðar- eða hugbúnaðarbilun og það er ekkert víst að það verði nokkurn tímann vitað, það verður bara tíminn að leiða í ljós.“

Mörður segir öryggissérfræðing telja það afar ósennilegt að um tölvuárás hafi verið að ræða. „Ég er ekki með neitt annað í höndunum en hans álit á því.“

Einhver gögn mögulega töpuð

Tilkynningar fyrirtækisins gefa í skyn að möguleiki sé á að einhver gögn hafi tapast endanlega í kerfishruninu. Mörður segir að það sé rétt, en muni ekki snerta hinn almenna viðskiptavin fyrirtækisins.

„Það lýtur að „virtual private server“ þjónustu. Þar leigjum við út sýndarþjóna og þetta eru í rauninni bara fagmenn sem nota svona þjóna. Almennir notendur nota þetta ekki. Allir hinir almennu viðskiptavinir okkar munu fá sitt vefsvæði og tölvupóst settan upp á nýtt.“

Mörður vill koma þökkum til þeirra sem hafa unnið með 1984 ehf. í þessum erfiðu aðstæðum. „Starfsmenn Nýherja og Syndis störfuðu með okkur sleitulaust í gær við að fylgjast með þessu ástandi og reyna að finna út úr þessu og ég vil þakka þeim fyrir ótrúlega fagmennsku og hjálpfýsi.“

mbl.is

Innlent »

Spurði um hærri laun hjúkrunarfræðinga

12:58 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Sérstaklega minntist hann á hjúkrunarfræðinga og sagði hann að kostnaðurinn við að manna stöður þeirra væri mikill. Meira »

Fanney Birna lét af ritstjórastörfum

12:45 Fanney Birna Jónsdóttir lét af störfum sem aðstoðarritstjóri Kjarnans í október, eftir 10 mánaða starf. Hún hefur meðfram þeim störfum stýrt umræðuþættinum Silfrinu aðra hvora helgi á RÚV. Meira »

„Algjörlega óforsvaranlegt“

12:24 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að hægt sé að rekja mjög viðkvæmar persónuupplýsingar til fólks sem hefur borið vitni í dómsmálum. Dómsmálaráðherra sagði þetta „algjörlega óforsvaranlegt“. Meira »

„Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp“

12:05 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, út í áform ríkisstjórnarinnar um að heimila aflandskrónueigendum að losa eignir sínar að fullu. Meira »

Þrír á sjúkrahús eftir árekstur

12:02 Þrír voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á mótum Kalkofnsvegar og Sæbrautar á ellefta tímanum í morgun. Meira »

Samúðarkveðjur til íbúa Strassborgar

11:51 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi í gær samúðarkveðju til borgarstjórans og íbúa í Strassborg.  Meira »

Málið komið inn á borð VR

11:48 „Við erum komin með málið inn á borð til okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is vegna frétta af fjölda uppsagna hjá flugfélaginu WOW air, en fyrirtækið hefur sagt upp samtals 350 starfsmönnum. Þar af 111 fastráðnum. Meira »

Stærstu uppsagnir í tæp 10 ár

11:46 Uppsagnir starfsfólks í tengslum við WOW air eru þær fjölmennustu sem hafa komið á borð Vinnumálastofnunar í tæp tíu ár, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Meira »

Ekki í fótboltaskóm á Alþingi

11:37 „Ég kem ekki í þennan sal á fótboltaskóm til að sparka í einn eða neinn. Ég er heldur ekki á inniskóm til að slappa af,“ sagði Ellert B. Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi þar sem hann beindi spurningu til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um stöðu aldraðra. Meira »

Meirihlutinn les bækur

11:37 Meirihluti aðspurðra hefur lesið bók undanfarinn mánuð. Þetta er niðurstaða könnunar sem Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera á viðhorfi þjóðarinnar til m.a. bóklestrar, þýðinga, bókasafna og opinbers stuðnings við bókmenntir. Meira »

Lá fastur undir stálbitanum

10:49 Maðurinn sem slasaðist í gær við að fá stálbita ofan á sig er töluvert slasaður á sjúkrahúsi. Hann var við störf á vélaverkstæði í Tungunum í Árnessýslu er 500 kg stálbiti valt ofan á hann. Meira »

Sex ráðherrar þurfa að svara fyrir makríl

10:09 Þótt dómstólar hafi ekki dæmt ríkið til að greiða útgerðum skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar makrílkvóta, samkvæmt dómi Hæstaréttar, má áætla að tap þeirra fjögurra útgerða sem höfðuðu mál nemi mörgum milljörðum króna frá árinu 2011. Þá er ótalið tjón þeirra útgerða sem ekki fóru í mál. Meira »

Berjast fyrir rétti barnsins síns

10:00 Ingveldur Ægisdóttir og maki hennar Kristinn Aðalsteinn Eyjólfsson hafa um árabil staðið í ströngu við heilbrigðis- og almannatryggingakerfið hér á landi fyrir hönd langveikrar dóttur sinnar, Lovísu Lindar. Meira »

Bækurnar sem bóksalar völdu

09:20 Ungfrú Ísland var í fyrsta sæti yfir íslensk skáldverk hjá starfsfólki bókaverslana. Allt sundrast eftir Chinua Achebe hafnaði í fyrsta sæti yfir þýdd skáldverk. Meira »

Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat

08:18 Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgarhryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virðast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Meira »

Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins

07:57 Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Meira »

Reykhólaleið talin vænlegust

07:37 Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Meira »

Lægðirnar koma í röðum

06:57 Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni. Meira »

Loðdýrabúum fækkar hratt

06:47 Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag. Meira »