Kirkjan beiti sér í umhverfismálum

Frá Kirkjuþingi.
Frá Kirkjuþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðgerðaáætlun í umhverfismálum þjóðkirkjunnar er mörkuð í samþykktum kirkjuþings 2017, en því var frestað í gær. Þráðurinn verður svo tekinn upp að nýju fljótlega eftir áramót.

„Við sem störfum í kirkjunni viljum taka höndum saman við aðrar hreyfingar og einstaklinga sem láta sig náttúruvernd og baráttuna gegn loftslagsvá varða,“ segir í þingsályktun um umhverfisstefnuna þar sem lagt er til að þjóðkirkjan verði virkt umbótaafl.

Meðal atriða í umhverfismálum sem kirkjan hyggst beita sér fyrir er að handbók um umhverfisstarf í kirkjustarfi verði gefin út, efnt verði til viðburða, helgihalds og fræðslu um umhverfismál, t.d. með umhverfisdögum í kirkjum og uppskerumessum, einnota plastmálum verði útrýmt úr safnaðarstarfi kirkjunnar og gert átak í endurheimt votlendis á kirkju- og prestssetursjörðum líkt og gert hefur verið í Skálholti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »