Selma Ragnars með nýja fatalínu

Selma Ragnarsdóttir kynnir um helgina nýja fatalínu sem hún nefnir …
Selma Ragnarsdóttir kynnir um helgina nýja fatalínu sem hún nefnir Z shapes. Mynd / einkasafn

Selma Ragnarsdóttir er lærður klæðskeri og kjólameistari sem hefur unnið mikið bæði með og fyrir fatahönnuði, sviðslistafólk og almenning. Um helgina kynnir hún nýja fatalínu sem hún hefur gefið nafnið Z shapes, sem er stytting á Zelma shapes.  Línan er sérhönnuð fyrir konur í stærðunum 40-50. 

Vill fagna fallegum línum

„Mín sérþekking er góð sníðagerðarþekking og auga fyrir því hvað fer hverri og einni konu best miðað við líkamsgerð og persónuleika þannig að áhersla verður lögð á falleg og klæðileg snið jafnt sem góð og þægileg efni. Ég mun leitast við að nota umhverfisvæn og náttúruleg efni. Konur með mjúkar línur eiga ekki að þurfa að fela þær undir einhverjum tjöldum heldur eiga þær að fagna sínum fallegu línum og leyfa sér að vera kynþokkafullar. Sjálfstraust er að vera sátt við sjálfa sig og eigin líkama. Við erum allar sexy,“ segir Selma sem hefur lifað og hrærst í fata- og tískubransanum í mörg ár. 

Vantar úrvalið 

Er þetta í fyrsta sinn, eftir um 10 ára hlé, sem Selma hannar sína eigin línu. Hún segist hafa ákveðið að láta verða af hugmynd sem hún hefur gengið með í þónokkur ár en ekki látið verða af fyrr en nú. 

„Í gegnum tíðina hef ég áttað mig á því gati sem er í úrvali á fatnaði fyrir konur sem eru aðeins stærri en þessi týpíska „módelstærð“. Mín sérþekking er góð sníðagerðarþekking og auga fyrir því hvað fer hverri og einni konu best miðað við líkamsgerð og týpu.“

Á tískumáli kallast þetta „slow fashion“, þar sem ekki er leitast eftir massaframleiðslu heldur gæðum og persónulegri þjónustu, segir Selma í viðtali við Huldu og Hvata í Magasíninu á K100. Hún segir einhverjar einfaldari flíkur verða fjöldaframleiddar og fara í verslanir. 

Um helgina verður Z shape línan frumsýnd á Oddsson. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert