Skúli í Subway kærir Svein Andra

Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK 1923.
Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK 1923. Árni Sæberg

Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri félagsins EK 1923, hefur verið kærður til héraðssaksóknara vegna meintra ólögmætra þvingana og rangra sakargifta. Fyrst var greint frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Kærendur eru Skúli Gunnar Sigfússon, sem oft er kenndur við Subway og viðskiptafélagar hans, Guðmundur Sigurðsson og Guðmundur Hjaltason, auk félaga í þeirra eigu. Telja kærendur að Sveinn Andri hafi reynt að afla þrotabúinu, sem greiði laun skiptastjóra, fjármuna með ólögmætum hætti og hafi af því beinan persónulegan ávinning.

„Eins og ég horfi á þetta eru þetta einhverskonar tilraunir til þess að hafa áhrif á störf skiptastjóra við uppgjör á þessu þrotabúi,“ segir Sveinn Andri í samtali við mbl.is.

Hann hafði áður kært Skúla og félaga til héraðssaksóknara fyrir meinta ólögmæta ráðstöfun fjármuna úr félaginu EK 1923. „Þær kærur hafa farið í gegnum forathugunarferli hjá héraðssaksóknara og eru orðnar að sakamáli og það kemur bara í ljós hver niðurstaðan verður þar, en að kalla þetta útbreiðslu rangra sakargifta er algjörlega út úr öllu korti,“ segir Sveinn Andri.

Hann segir að hann sem skiptastjóri gæti hagsmuna kröfuhafa þrotabúsins og reyni að sjá til þess að eignir komi upp í kröfur þeirra.  Kröfuhafar hafi allt frá því að hann var skipaður skiptastjóri haft samband við sig og tjáð sér að þá grunaði að eigandi félagsins hefði fært eignir út úr félaginu.

 „Þetta er bara sannleikurinn, þetta var erindi kröfuhafanna við mig. Þá grunaði að eigandi félagsins hefði strípað það innan frá,“ segir Sveinn Andri, sem segist hafa fullan stuðning nær allra kröfuhafa búsins.

„Það er einn kröfuhafi sem hefur mætt á skiptafundi sem hefur ekki verið sammála mér, en hann er jafnframt lögmaður Skúla. Allir aðrir hafa lýst yfir stuðningi við þessar aðgerðir,“ segir Sveinn.

Vildi forða þeim frá sakamáli

Hann segist í árslok í fyrra hafa viljað gefa Skúla og félögum hans tækifæri til þess að forða sér frá sakamáli með því að endurgreiða tæpar 50 milljónir til þrotabúsins.

„Að kalla þetta þvinganir er gjörsamlega út úr korti. Þegar kvartað var til héraðsdóms þá var það talið að ég hefði verið of sveigjanlegur við viðkomandi og að ég hefði átt að leggja strax fram kæru, þannig að þarna er öllu heldur betur snúið á haus,“ segir Sveinn sem segist ekki hafa neinar áhyggjur af kærunni.

Þess ber þó að geta að úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins segir í úrskurði sínum frá 9. október sl. að í þeim bréfum sem Sveinn Andri sem skiptastjóri sendi á kærendur hafi falist ótilhlýðileg þvingun gagnvart þeim í skilningi 35. gr.  siðareglna lögmanna og að aðfinnsluvert hafi verið af hálfu Sveins Andra að setja fram ítrekaðar kröfur um greiðslu skuldbindinga, sem ljóst var að kærendur féllust ekki á og vildu verja fyrir dómstólum.

Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. Ernir Eyjólfsson

„Ég hlýt auðvitað að skoða það alvarlega að gera alvarlegar athugasemdir á réttum vettvangi við þessar tilraunir viðkomandi og lögmanna þeirra til þess að trufla störf skiptastjóra. Skiptastjóri er opinber sýslunarmaður, skipaður af héraðsdómi og hefur mikil völd, rannsóknarvöld þegar hann er að „liquidera“ búið. Ég lít svo á að þarna séu kærði og hans lögmenn að grafa undan störfum opinbers sýslunarmanns í því skyni að ná fram einhverskonar fjárhagslegu hagsmunum.“

Hafnar því að þrotabúið hafi verið hreinsað

Skúli Gunnar Sigfússon segir í samtali við mbl.is að kæran byggist á því mati lögmanna hans, að Sveinn Andri hafi gerst brotlegur við lög í starfi sínu sem skiptastjóri þrotabúsins.

Í kærunni segir að það sé skoðun kærenda að Sveinn Andri hafi nýtt stöðu sína sem skiptastjóri og opinber sýslunarmaður til að reyna að þvinga Skúla og félaga til að greiða þrotabúinu einkaréttarlegar kröfur, sem Sveinn Andri hafi vitað að væru umdeildar og bæri að leiða til lykta fyrir dómstólum. Þá hafi Sveinn Andri sem skiptastjóri persónulega hagsmuni af því að fjármunir innheimtist í þrotabúið.

Skúli Gunnar segir þær ásakanir sem Sveinn Andri hefur eftir kröfuhöfum, um að félagið hafi verið hreinsað innan frá, ekki eiga við nokkur rök að styðjast.

 „Það eru bara svo fáránlegar ásakanir. Ég er með gögn sem sýna að ég setti vel á annað hundrað milljónir inn í félagið í peningum, á þessum tíma sem hann segir að ég hafi verið að strípa félagið. Hann er dálítið eins og Donald Trump, setur fram einhverjar staðhæfingar sem er enginn fótur fyrir og þá bara á fólk að trúa þeim,“ segir Skúli.

Sveinn fékk 26 milljónir í skiptaþóknun á fimm mánuðum

Hann segir Svein Andra hafa mikla persónulega hagsmuni af því að sem mest fé komi inn í þrotabúið. „Ég get byrjað á að segja þér það að frá nóvember á síðasta ári og fram í mars, þá var hann búinn að hirða um 30 milljónir, sem hann persónulega var búinn að taka í þóknun út úr þessu litla þrotabúi,“ segir Skúli.

Skjal um yfirlit skiptakostnaðar miðað við 24. mars síðastliðinn, sem mbl.is hefur undir höndum, staðfestir þetta, en þar segir að skiptaþóknun sé 26.046.250 kr. og renna þeir fjármunir til Sveins Andra sem skiptastjóra. Heildarskiptakostnaður var 31.779.843 kr.

„Núna er hann líklegast kominn í 40-50 milljónir. Hann mun fara langleiðina með að ryksuga allt út úr þessu þrotabúi. Það er skiptafundur núna 1. desember held ég, þá þarf hann að upplýsa hvað hann er kominn í þá. Ég spái því að hún sé allavega 40-50 milljónir,“ segir Skúli.

„Þetta eru helvíti góð laun. Það væri hægt að reka blaðamann á þessu í örugglega 3-4 ár, en þetta fékk hann upp í hendurnar og fær að fara fram með þessum hætti.“

mbl.is

Innlent »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru framundan í hagræðingarskyni hjá á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Háskólanemi leigir þjónustuíbúð

14:57 Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur þátt í tilraunaverkefni og býður háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

14:46 Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

14:38 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Hælisleitandinn 22 ára en ekki 18

12:51 Hælisleitandi sem var sendur af landi brott í fyrradag er 22 ára en ekki 18 ára eins og komið hefur fram áður. Þetta segir Útlendingastofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni, en vísað er til þess að yfirvöld í heimalandi mannsins, Marokkó, hafi staðfest auðkenni hans og þar með aldur hans. Meira »

Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

14:14 Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »

„Innihaldslaust blaður“

12:26 Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“ Meira »
Óléttubekkur aðeins 69.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:69.000 vatns og olíuheldur...
SUMARHÚSALÓÐ Í ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Grjóthólsbraut 13, innst í botlanga, við golfvöllinn, hola 11. Rotþró, rafm. og ...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...