Bíll og snjóruðningstæki skullu saman

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir eru líklega alvarlega slasaðir eftir árekstur bíls við snjóruðningstæki á Suðurlandsvegi til móts við Ketilsstaðarskóla við Vík í Mýrdal. Ökumaður snjóruðningstækisins er líklega ekki slasaður, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út.

map.is

Vegurinn yfir Reynisfjall er lokaður tímabundið vegna slyssins. 

Tveir farþegar voru í  snjóruðningstækinu. Tilkynning um slysið barst klukkan 15:39. Sjúkrabílar frá Vík, Hvolsvelli og Selfossi voru kallaðir út og er einn þegar kominn á staðinn auk lögreglu.


  

Vegurinn yfir Reynisfjall er lokaður og löng bílaröð hefur myndast.
Vegurinn yfir Reynisfjall er lokaður og löng bílaröð hefur myndast. Mynd/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert