Tryggingastofnun flytur vegna myglu

Tryggingastofnun flytur líklega úr húsnæði sínu við Laugaveg á næsta ...
Tryggingastofnun flytur líklega úr húsnæði sínu við Laugaveg á næsta ári. mbl.is/Ófeigur

Tekin hefur verið ákvörðun um að flytja Tryggingastofnun ríkisins úr húsnæði sínu við Laugaveg þar sem hún hefur verið í áratugi, vegna myglu. Ekki hefur verið ákveðið hvert stofnunin flytur en Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri vonast til að það verði gert á næsta ári.

Yfir 20 starfsmenn veikst og nokkir hætt

Aðspurð segir hún að ríflega 20 starfsmenn Tryggingastofnunar hafi veikst eða fundið fyrir vanlíðan sem hefur verið rakin til myglunnar. Hún greindist fyrst í húsnæðinu undir lok desember í fyrra. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 100 talsins.

Einn starfsmaður hefur sagt upp vegna myglunnar eftir að hafa ekki treyst sér til að mæta aftur til starfa vegna veikinda henni tengdum. Sigríður Lillý segir að líklega hafi myglan einnig haft áhrif í brotthvarfi tveggja annarra starfsmanna.

„Þetta er ekki einfalt þegar um opinberar stofnanir er að ræða,“ segir hún um flutninginn og bætir við að stofnunin sé að vinna að þarfagreiningu og húsrýmisáætlun í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins.

Hreinsun gekk ekki samhliða starfseminni

Fyrst um sinn var reynt að hreinsa mygluna út úr húsnæðinu og fólk var flutt til í húsinu en það gekk ekki upp. Ákvörðunin um flutninginn var tekin eftir að fólk kom úr sumarleyfum sínum í lok sumars og heilbrigðisráðuneytið féllst á hana. „Þá var þetta svo augljóst að okkur var ekki að takast að hreinsa húsnæðið þannig að það væri hægt að nýta það samhliða því að vera með starfsemi í húsinu.“

Sigríður Lillý Baldursdóttir.
Sigríður Lillý Baldursdóttir.

Fimmta hæðin ónýt

Fimmta hæð byggingarinnar, sem er sú efsta, var afgreidd ónýt vegna myglunnar og stóðu vonir til þess að endurbætur á hæðinni myndu duga til vinna bug á vandanum, ásamt hreinsun myglu á öðrum hæðum og lokun kjallarans. Það gekk ekki eftir samhliða starfseminni. „Um leið og farið er að rótast í sýktum svæðum þá ýfa menn upp myglugró og þá í rauninni gusu upp veikindi hér hjá okkur. Svo við óskuðum eftir að þær framkvæmdir yrðu stöðvaðar og litum til þess frekar að flytja okkur í annað húsnæði.“

Hún tekur samt fram að ekki sé þar með sagt að húsnæðið við Laugaveg sé ónýtt. Það fólk sem hefur fundið fyrir vanlíðan vegna myglunnar hefur verið flutt í bráðabirgðahúsnæði þar sem innangengt er á Laugaveg 118 en stofnunin er til húsa á Laugavegi 114 og 116. „Ef menn óska eftir því og telja sig vera að finna fyrir slíku þá bregðumst við auðvitað við og flytjum þá.“

Tryggingastofnun ríkisins.
Tryggingastofnun ríkisins. mbl.is/Árni Torfason

Mikilvægt að gæta að heilsu starfsmanna

Sigríður Lillý segir að nóg sé að gera hjá Tryggingastofnun fyrir og því hafi myglan og allt það sem henni fylgi valdið auknum vanda og álagi. „Það er alveg óþarfi að bæta ofan á reksturinn, það er nóg að gera samt þó að við fáum ekki þetta. Það er líka mjög mikilvægt að gæta að heilsu starfsmanna og búa þeim til góðar starfsaðstæður, að þeir búi ekki við heilsuspillandi húsnæði,“ greinir hún frá og bætir við að málið hafi verið unnið í góðri sátt og samstarfi við starfsmenn. 

Enn eru framkvæmdir í húsinu. Verið er að ljúka við endurbætur á fimmtu hæðinni og leitað er leiða til þess að ræsta betur þá staði sem búið er að loka fyrir starfsemi á vegna myglunnar.

Forstjórinn tekur fram að mygla hafi ekki greinst í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar.

Hún býst við því að auglýst verði eftir nýju húsnæði fyrir stofnunina og að líklega verði um leiguhúsnæði að ræða.

mbl.is

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

Í gær, 16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

Í gær, 17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

Í gær, 16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Bækur - Örlygur Sigurðsson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...