Dagur ekki ábyrgur fyrir skólpleka

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkruborgar.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkruborgar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Borgarstjóri Reykjavíkur er ekki ábyrgur fyrir þeim skólpleka sem var vegna bilunar í skólpdælistöðinni við Faxaskjól, en vegna hans var miklu magni skólps veitt í sjóinn án hreinsunar. Þetta kemur fram í svari borgarlögmanns við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem kynnt var í borgarráði nýlega.

Segir í svari borgarlögmanns að ábyrgð borgarstjóra á ábyrgð veitufyrirtækja í eigu borgarinnar og heilbrigðisnefnd geti einungis verið pólitísk sem oddviti meirihlutans í Reykjavík, en að hann beri ekki ábyrgð á ákvörðunum, athöfnum eða athafnaleysi sem rekja má til Orkuveitu Reykjavíkur, Veitna ohf. eða heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

Í fyrirspurninni er bent á að borgarstjóri sé æðsti embættismaður borgarinnar og ein af stjórnsýslustofnunum borgarinnar sé heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Þá komi fram í eigendastefnu OR að leitast sé við að skýra hlutverk og ábyrgð eigendanna og tryggja þátttöku þeirra í ákvörðun um mikilvæg málefni og stefnu. OR er móðurfélag Veitna, en það félag rekur skólphreinsistöðina.

Vegna bilunar í neyðarlúgu í fráveitukerfinu fór skólp út í ...
Vegna bilunar í neyðarlúgu í fráveitukerfinu fór skólp út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík. mbl.is/Golli

Í svarinu er vísað til þess að Orkuveitan sé sameignarfyrirtæki og sjálfstæður lögaðili. Borgarstjóri sitji ekki í stjórn Orkuveitunnar né gegni yfirmannsstöðu innan fyrirtækisins. „Ákvarðanir, athafnir eða athafnaleysi fyrirtækisins er því á ábyrgð sjálfstæðra stjórna og stjórnenda fyrirtækisins en ekki æðstu embættismanna sveitarstjórna eigenda Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir í svarinu.

Aðeins sérstaklega stórar ákvarðanir eða stefnumarkandi eigi að fara beint á borð eiganda. „Samkvæmt 8. gr. eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur þurfa aðeins óvenjulegar og stefnumarkandi ákvarðanir, nýjar skuldbindingar fyrirtækisins sem fara yfir 5% af bókfærðu eigin fé þess og áform um virkjanir eða aðra nýtingu auðlinda, að hljóta samþykki eigenda. Af eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur verður því ekki leidd ábyrgð borgarstjóra á tjóni sem bilun í skólpdælistöðinni við Faxaskjól kann að hafa valdið eða hugsanlegri vanrækslu fyrirtækisins í tengslum við það.“

Svipaða sögu sé að segja um ábyrgð hans vegna dótturfélagsins Veitna, en þar séu ákvarðanir, athafnir eða athafnaleysi á ábyrgð sjálfstæðra stjórna og stjórnenda fyrirtækisins.

Vegna viðgerðanna þurfti að opna neyðarlúgur í dælustöðvum bæði við ...
Vegna viðgerðanna þurfti að opna neyðarlúgur í dælustöðvum bæði við Skeljanes og Faxaskjól og óhreinsuðu skólpi hleypt í sjóinn. Mynd/Veitur

Í fyrirspurninni er einnig spurt um ábyrgð borgarstjóra á heilbrigðisnefndinni. Í svari borgarlögmanns segir að nefndin sé á ábyrgð borgarstjórnar en ekki borgarstjóra. Þá er tiltekið að heilbrigðisfulltrúar séu ráðnir af heilbrigðisnefndum og starfa í umboði nefndanna. „Heilbrigðisfulltrúar eru sjálfstæðir í starfi og bera einvörðungu ábyrgð gagnvart viðkomandi heilbrigðisnefnd. Borgarstjóri og aðrir stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa því ekki boðvald yfir heilbrigðisfulltrúum þegar kemur að faglegu starfi þeirra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

07:29 „Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Meira »

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

07:18 Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu. Meira »

Fjörutíu útköll vegna vatns

06:12 Í nógu var að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær er kröpp lægð gekk yfir landið með tilheyrandi úrkomu. Sinnti slökkviliðið fjörutíu útköllum vegna vatns, því síðasta um miðnætti. Meira »

Úrkomutíð í vændum

06:05 Í dag er spáð sunnan hvassviðri eða stormi austast á landinu með talsverðri eða mikilli rigningu. Á morgun fer hins vegar að hvessa fyrir hádegi og seinnipartinn má búast við stormi. Meira »

Skipa starfshóp þriðja hvern dag

05:30 Á fyrstu þremur árum yfirstandandi kjörtímabils hefur Reykjavíkurborg skipað 351 starfshóp innan stjórnkerfisins. Á þetta bendir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »

Lagt fram í fjórtánda sinn

05:30 „Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Meira »

Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

05:30 Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi. Meira »

Lenti á sandbing í höfninni

Í gær, 22:50 Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni. Meira »

Von á svipaðri lægð á föstudag

Í gær, 22:41 Enn eimir eftir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands. Meira »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Í gær, 22:25 Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju. Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...