Gangsetning PCC í janúar

Kísilver PCC er á iðnaðarsvæðinu á Bakka, um 2,5 km …
Kísilver PCC er á iðnaðarsvæðinu á Bakka, um 2,5 km frá Húsavík. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stefnt er að því að kísilver PCC BakkaSilicon ehf. á Bakka við Húsavík verði gangsett eftir miðjan janúar. Það er rúmum mánuði síðar en áður var gert ráð fyrir því vinnudagsetningin var 13. desember.

Hafsteinn Viktorsson forstjóri segir að kísilverið verði ekki gangsett fyrr en allt verði tilbúið og búið að prófa búnað. Nú stefni í að það verði seinnihluta janúarmánaðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nú vinna yfir 500 starfsmenn verktaka við að ljúka byggingu verksmiðjunnar og koma upp og prófa búnað hennar. Þeistareykjavirkjun verður gangsett í dag og línur og tengd mannvirki eru tilbúin þannig að hægt verður að afhenda rafmagn á umsömdum tíma, í byrjun desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert