Hælisumsóknum fækkaði mjög í haust

Umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur verið að …
Umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur verið að fækka á síðustu vikum og mánuðum, sér í lagi frá öruggum upprunaríkjum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hælisleitendum sem koma til Íslands og eru frá löndum sem teljast örugg hefur fækkað mjög að undanförnu.

Ástæða þess er talin sú að breytingar á reglugerð um útlendinga sem sett var í ágúst síðastliðnum gáfu svigrúm til nýrra vinnubragða við afgreiðslu umsókna.

Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar sóttu 186 manns um hæli á Íslandi í september og október síðastliðnum, en 379 þessa sömu mánuði í fyrra. Í ár hafa svo alls 965 sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi, eða fjórðungi fleiri en í fyrra. Umsóknir voru í sögulegu hámarki alveg fram í ágúst, að regluverkið var sett en þá snerist taflið við og það sem af er nóvember eru umsóknir aðeins 25 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert