Nóvember fremur svalur

Fyrsti alhvíti dagurinn í höfuðborginni var í byrjun nóvember.
Fyrsti alhvíti dagurinn í höfuðborginni var í byrjun nóvember. mbl.is/​Hari

Nú er nóvembermánuður hálfnaður og hefur hann verið fremur svalur, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Meðalhiti í Reykjavík er +1,5 stig, -0,5 neðan meðallags 1961-1990, en -2,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ár. Nóvember hefur þó tvisvar á öldinni byrjað kaldari í Reykjavík en nú, árin 2005 og 2010. Hlýjast var árið 2011. Á langa samanburðarlistanum er mánuðurinn nú rétt neðan við miðju, í 78. sæti af 142. Fyrri hluti nóvember var hlýjastur árið 1945 (8,2 stig), en kaldastur 1969 (-2,6 stig).

Vikin á Akureyri eru svipuð, meðalhiti þar 0,1 stig, -0,4 undir meðallagi 1961 til 1990, en -1,8 undir meðallagi síðustu tíu ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert