Súrnun sjávar ógnar Íslandsmiðum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti (t.h.) og Nicolas Hulot, ráðherra umhverfismála í ...
Emmanuel Macron Frakklandsforseti (t.h.) og Nicolas Hulot, ráðherra umhverfismála í Frakklandi (t.v.) ásamt þýska umhverfisráðherranum fráfarandi, Barböru Hendricks. Myndin er tekin á loflagsþingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Mynd/AFP

„Víðtækar breytingar eru að verða á hafinu – þegar kemur að hitastigi, hafstraumum og efnafræðilegum eiginleikum. Súrnun sjávar er raunveruleg og alvarleg ógn sem stafar að lífríki sjávar. Kóralrifjum, sem eru fræg fyrir líffræðilega fjölbreytni, bíður svört framtíð – bókstaflega – með hækkandi hitastigi og súrnun.“

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Íslands sem lesin var upp á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Í henni kemur fram að ástæða sé til að hafa áhyggjur af framtíð lífríkisins umhverfis Íslands og þar með sjávarútvegsins.

Bent er á að á fáum stöðum sé hnattræn hlýnun augljósari en á Íslandi. Vatnajökull, sá stærsti í Evrópu, minnki hratt, ár frá ári. „Jöklar gætu að miklu leyti horfið á einni eða tveimur öldum,“ segir í yfirlýsingunni.

Fram kemur að áhrifin á hafið hafi lengi verið falið vandamál en Ísland hafi gengið til liðs við Alliance to Combat Ocean Acidification, með það fyrir augum að vekja máls á vandanum. Íslendingar eigi mikið undir sjávarútvegi en hlýnun jarðar gæti raskað allri fæðukeðju hafsins. Fram kemur að aðeins ein lausn sé á þessum vanda. Hún felist í því að draga úr losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda. „Ísland mun halda tryggð við Parísarsamkomulagið og vinnur að því að útfæra reglur til að tryggja framgang þess.“

Hlýnun jarðar og súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á ...
Hlýnun jarðar og súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á fæðukeðjuna við Íslandsstrendur. mbl.is/Rax

Bent er á að Ísland sé þegar undir viðmiðum um endurnýjanlega orkugjafa þegar kemur að rafmagni og húshitun. Orkuskiptum í samgöngum – með stuðningi hins opinbera – miði vel. Aðeins í Noregi sé hlutfall nýrra raf- og tvinnbíla hærra. Fram kemur að skipaflotinn sé eftirbátur í þessum efnum en handan við hornið séu skip sem gangi fyrir rafmagni, vetni og metanóli. „Orkuskipti þegar kemur að bíla- og skipaflotanum munu ekki verða í sviphendingu,“ segir í yfirlýsingunni en að þar liggi metnaður Íslands þegar kemur að minnkun á losun.

Í henni kemur fram að sjálfbærni í landnotkun sé mikilvægur þáttur þegar kemur að því að draga úr losun. Íslendingar þurfi að efla skógrækt, uppgræðslu, endurheimt votlendis og önnur verkefni sem stuðli að minni losun.

Loks segir að sú stefnumótun sem eigi sér nú stað vegna Parísarsamkomulagsins eigi að hjálpa Íslandi að standa skil á skuldbindingum sínum um losun. Íslendingar munu á næsta ári búa yfir góðu regluverki til að stíga mikilvæg skref með það að markmiði að sporna við loftlagsbreytingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...