„Þarf að hefjast handa strax“

Mengun við gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar.
Mengun við gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir við blasa að Íslendingar þurfi á örfáum árum að skipta um orkugjafa þegar kemur að samgöngum og stórauka almenningssamgöngur. Strax á næsta ári hefjist vinna þar sem iðnvæddar þjóðir byrji að móta viðbótarmarkmið, sem hver og ein þjóð þurfi að setja sér, við Parísarsamkomulagið. Ísland eigi langt í land.

Árni hefur trú á því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri stjórnmálamenn sem komi að myndun nýrrar ríkisstjórnar, geri sér grein fyrir mikilvægi þessara mála. Um stórátak í losunarmálum þurfi ekki að vera neinn málaefnalegur ágreiningur á milli þeirra flokka sem nú reyna að mynda ríkisstjórn.

Undirbúningur frekari markmiða

Árni segir að engar stórar ákvarðanir verði teknar á fundi ráðamanna á loftlagsþinginu, sem ljúki í dag. Fundurinn núna, eins og í Marokkó í fyrra, hafi fyrst og fremst snúist um að vinna úr Parísarsamkomulaginu. Hann segir að strax á næsta ári hefjist vinna við að ná lengra en Parísarsamkomulagið kveði á um. „Hvert og eitt ríki leggur fram hugmynd að eigin framlagi, sem er skuldbinding af hálfu þess ríkis að draga úr losun um ákveðið magn.“ Hann bendir á að Evrópusambandið hafi sett sér markmið um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland sé þar á meðal en ekki sé frágengið hvaða viðbótarskuldbindingar Ísland þurfi að gangast undir. Árið 2020 eigi þessari endurskoðun að vera lokið.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. mbl.is

Áhyggjur af eyríkjum

Árni hefur verið á þinginu síðan á laugardag. Hann segir að til hliðar við stóru fundarherbergin sé mikið rætt um hvað draga þurfi mikið úr losun að komast undir 2 gráðu viðmiðið, en Parísarsamkomulagið kveður á um að hitastig jarðar hækki um minna en tvær eða í besta falli minna en 1,5 gráður. Árni bendir á að hvað láglend eyríki á Karabía- og Kyrrahafinu liggi mörkin við eina og hálfa gráðu ef ekki eigi illa að fara. Hann nefnir Fiji og Seychelles eyjar. „Þessi lönd róa lífróður í von um að það verði samþykkt að auka metnaðinn svo þau verði ekki landlaus.“

Þetta er eitthvað sem Íslendingar ættu að huga að, að mati Árna. Ísland fari ekki varhluta af hlýnun jarðar og súrnun hafsins. „Ef súrnun sjávar heldur áfram af sama hraða á norðurhveli jarðar þá er ekki víst að við getum haldið áfram að kalla okkur fiskveiðiþjóð – eftir örfáa áratugi,“ segir hann.

Róttækra aðgerða þörf

Spurður um væntingar sínar til myndunar nýrrar ríkisstjórnar segir Árni að hann meti það svo að Vinstri grænir hafi mikinn metnað til að koma þessum málum í betra horf á Íslandi. Ísland sé þegar komið fram úr þeim losunarheimildum sem kveði á um í öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar, sem gildi frá 2013-2020. Mjög mikið átak þurfi að verða í samgöngugeiranum til að ná niður þeirri losun sem Ísland hafi skuldbundið sig til.

Eins og sakir standa sé langur vegur frá því að Ísland geti dregið úr losun innan landbúnaðar, iðnaðar, sjávarútvegs, samgangna og úrgagns um 40%, eins og Evrópusambandið hafi samþykkt að gera fyrir 2030 og Ísland á aðild að. „Íslendingar mega búast við að draga úr losun um a.m.k. 35% á tímabilinu 2021 – 2030 og þá þarf að hefjast handa strax.

Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir vinna nú ...
Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir vinna nú að myndun nýrrar ríkisstjórnar. mbl.is/Eggert

Hefur trú á stjórnmálamönnum

Árni hefur trú á að stjórnmálaleiðtogar, sem nú myndi ríkisstjórn, muni láta til sín taka en allt bendir til þess að komandi ríkisstjórn verði í fyrsta skipti undir forystu flokks sem stofnaður var með umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Hann bendir á að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hafi í september skilað skýrslu til þingmannaráðs Atlantshafsbandalagsins, þar sem lagt var til að verðleggja kolefnislosun, sem er grundvallaratriði. Í fjárlagafrumvarpi sitjandi ríkisstjórnar hafi enn fremur verið lagt til að tvöfalda kolefnisgjald. Þessar staðreyndir veki honum von í brjósti.

mbl.is

Innlent »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »

Bifreið elti barn á heimleið

15:31 Foreldrar barna í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa fengið tölvupóst frá skólayfirvöldum þar sem greint er frá því að bifreið hafi elt stúlku, sem er nemandi við skólann, þegar hún var á leið heim til sín um kvöldmatarleytið í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Krefst sýknu að öllu leyti

15:02 Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag. Meira »

Stálu 600 tölvum - þrír í haldi

14:57 Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Meira »

Læknar ánægðir með umskurðarfrumvarp

14:55 Rúmlega 400 íslenskir læknar lýsa yfir ánægju með frumvarp sem banna á umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Segja læknarnir málið ekki flókið, þó það hafi ýmsar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Meira »

„Við erum í góðum málum“

14:32 Vorið er komið á Siglufirði ef marka má fréttaritara mbl.is og bæjarstjórann í Fjallabyggð, Gunnar Birgisson. Hitastigið í bænum er rétt tæpar tíu gráður og þar bærist vart hár á höfði. Meira »

Forsendur kjarasamninga brostnar

14:35 Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

14:23 Veðrinu hefur slotað og ófanflóðahætta sem skapaðist yfir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð er talin liðin hjá að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Vegurinn er því opinn. Meira »

Átti ekki að vera einn með börnum

13:34 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vill koma því á framfæri vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti starfsmanns, að hann hafi í daglegum störfum sínum ekki átt að vera einn samvistum við börn. Nú fer hins vegar fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins á hvort frá því hafi nokkuð verið undantekning. Meira »

Kaplakriki á floti í morgun

13:27 Loka þurfti Kaplakrika um tíma í dag vegna þess að þar flæddi inn. Eins og sagði á vefsíðu FH var „allt á floti og ekki æskilegt að fólk sé hér við æfingar“. Meira »

Bílar drápu á sér í vatnsflaumnum

13:07 Bílstjórarnir sem virtu ekki lokanir á vegi undir brúnni við Smáralind vegna vatnselgsins, sjá væntanlega eftir því núna þar sem vélarnar gáfust upp í djúpu vatninu og bílarnir sátu þar fastir. Starfsmenn Kópavogsbæjar þurftu að hafa sig alla við að ítreka það við fólk að vegurinn væri lokaður. Meira »

Ók út af bryggjunni á Fáskrúðsfirði

12:57 Karlmaður ók út af bryggjunni á Fáskrúðsfirði um sjöleytið í morgun, en mikil hálka var á svæðinu. Maðurinn komst sjálfur út úr bílnum við illan leik áður en hann sökk. Þetta staðfestir Óskar Þór Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Fáskrúðsfirði. Meira »

Jónas Már skyndhjálparmaður ársins

12:45 Jónas Már Karlsson var í dag útnefndur skyndihjálparmaður ársins 2017, en Jónas bjargaði eldri konu sem hann var að keyra út mat til með því að beita heimlich aðferðinni á hana áður en hann kallaði til sjúkrabíl. Meira »

Aflýsa innanlandsflugi

12:26 Búið er aflýsa öllu innanlandsflugi Air Iceland Connect í dag, utan flugs til Akureyrar klukkan fjögur. Athuga á með þá vél um hálfþrjúleytið í dag. Flug til Nuuk á Grænlandi nú síðdegis er hins vegar á áætlun. Meira »

Bílakjallari hálffullur af vatni

12:46 Mjög mikið annríki hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna vatnsleka. „Við erum með bíla í átta útköllum vegna vatnsleka og það bíður álíka fjöldi,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í samtali við mbl.is. Þegar er slökkviliðið búið að sinna um 30 útköllum vegna vatnsleka. Meira »

Kemur til greina að niðurgreiða flugfargjöld

12:30 Til greina kemur að „niðurgreiða flugfargjöld fyrir íbúa tiltekinna svæða“ í innanlandsflugi. Innanlandsflug verður einnig hagstæðari valkostur en nú er, en samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun beita sér fyrir slíkum aðgerðum. Meira »

Komið fárviðri á Reykjum í Hrútafirði

12:11 Veðurofsinn á höfuðborgarsvæðinu er búinn að ná hámarki og er nú tekinn að dvína, en komið er fárviðri á Reykjum í Hrútafirði þar sem vindhraði mælist nú 33 m/s. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...