Viðræðurnar að mjakast af stað

Horft frá innenda Sandskeiðs austur yfir Jöklu til Kárahnjúka og …
Horft frá innenda Sandskeiðs austur yfir Jöklu til Kárahnjúka og Sandfells. mbl.is/RAX

„Þetta er jákvætt. Okkur er nú boðið meira en 0%,“ sagði Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN).

Samninganefndir FÍN og ríkisins hittust á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Maríanna sagði að trúnaður ríkti um viðræður hjá ríkissáttasemjara og því ekki hægt að greina frá efni funda þar. Hún kvaðst þó geta lýst ánægju sinni með að ríkið hefði loksins hafið hinar eiginlegu viðræður.

Í Morgunblaðinu í dag segir Maríanna FÍN líta svo á að SALEK-hækkanir, sem samið hefur verið um á almennum markaði, séu lágmarkshækkanir sem almennt fara yfir allan vinnumarkaðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert