Illa brotnar en ekki í lífshættu

Loka þurfti veginum yfir Reynisfjall þegar slysið varð.
Loka þurfti veginum yfir Reynisfjall þegar slysið varð. Mynd/Jónas Erlendsson

Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi.

Mikil hálka var á veginum og færðin erfið þegar slysið varð. RÚV segir frumrannsókn lögreglu benda til þess að fólksbíll kvennanna, hafi farið yfir á öfugan vegarhelming. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta við mbl.is hvort svo hafi verið.

Ekki hefur enn verið hægt að taka skýrslu af konunum og er rannsókn lögreglu því ekki lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert