Lambastelpa lét árnar ekki stoppa sig

Ukulele krefst þess að fá enn pela, enda bæði frek ...
Ukulele krefst þess að fá enn pela, enda bæði frek og fordekruð. Ásta Rut kann lagið á henni.

Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi.

„Hún týndist greyið, aðeins þremur vikum eftir að greinin um hana birtist í Morgunblaðinu. Þá var hún enn á pela og ósköp ósjálfbjarga, nýhætt að vera í samfellunni sem hún klæddist. Við leituðum að henni í marga daga. Dætur mínar gengu hér um nágrennið og fóru nokkrar ferðir á fjórhjólum að leita að henni en án árangurs. Hún var þá talin af,“ segir Karen Rut Konráðsdóttir, bóndi á Syðra-Álandi í Þistilfirði, og á þar við gimbrina Ukulele lambastelpu sem rataði hér á þessar síður í vor, með viðtali við eigendur Lúlla lambs á Söndum í Miðfirði, en bæði þessi lömb fæddust svo agnarsmá að þeim var vart hugað líf. Þau voru tekin inn á heimili sín og að þeim hlúð dag og nótt, þeim gefinn peli og sett í bleyju. Og urðu lömbin fyrir vikið fordekruð og miklir heimilisvinir.

Ukulele sló í gegn meðal gesta í fermingarveislu Erlu.
Ukulele sló í gegn meðal gesta í fermingarveislu Erlu.


„Ukulele lambastelpa týndist þegar ég fór með dóttur mína í keppnisferðalag til Svíþjóðar í sumar, og bóndinn átti að hafa auga með litlu gimbrinni á meðan. En hann hafði ekki mikinn tíma til þess að standa í lambadekri inni á heimilinu, svo hann setti gimbrina út á tún með öðrum heimalningum. Þeir voru mun meira sjálfbjarga en hún sem vissi varla greyið hvað kind var, eftir að hafa verið í fanginu á okkur frá því hún kom í heiminn. Hún forðaði sér því úr þessum ferfætta félgasskap og hefur eflaust farið að leita að tvífættu mannfólki. Hún hvarf sem sagt, það var eins og jörðin hefði gleypt hana. Hún var náttúrlega svo lítil að hún gat troðið sér hvar sem var út fyrir girðingar.“

Allt samfélagið í sveitinni hafði áhuga á hvarfi lambastelpu

Karen segir að dæturnar hafi tekið hvarf gimbrarinnar nærri sér, enda Ukulele lambastelpa sem ein af heimilisfólkinu.

„Allt samfélagið hér í sveitinni hafði áhuga á hvarfi hennar, allir voru að spyrja hvar hún gæti verið, enda þekkti fólk hana vel, hún hafði verið með okkur á kaffihúsinu á Þórshöfn. Það bætti ekki úr skák að maðurinn minn fann dautt lamb úti á túni, frekar smátt og hrafnarnir voru búnir að taka merkið úr því, og við héldum að þetta væri Ukulele. En við sögðum ekki yngstu dóttur okkar frá því, Ástu Rut sem er fimm ára, en fyrir vikið þá missti hún aldrei vonina um að gimbrin kæmi í leitirnar. Hún fullyrti að hún kæmi með haustinu þegar kindurnar kæmu í réttirnar.“

Ásta Rut og Ukulele lambastelpa á kaffihúsi.
Ásta Rut og Ukulele lambastelpa á kaffihúsi.


Og sú stutta reyndist sannspá því að loknum réttum og haustsmölun gaf Ukulele lambastelpa sig óvænt fram heima á hlaðinu á bænum Brekknakoti sem er tæpa 20 km frá bæ Karenar.

„Bóndinn á Brekknakoti kom hér í heimsókn og hann hafði lítið lamb í framsætinu á bílnum sínum. Við ætluðum ekki að trúa okkar eigin augum, en þarna var hún komin aftur lambastelpan okkar, tveimur og hálfum mánuði síðar, lítið stærri en um vorið. Það varð uppi fótur og fit á bænum, dæturnar ruku til og blönduðu pela alveg í hvelli handa henni. Þetta urðu miklir fagnaðarfundir.“

Hún ryðst yfir allar grindur og það halda henni engin bönd

Lambastelpan er enn ósköp lítil en byrjuð að braggast og er komin á hús með kindunum á bænum.

Ukulele braggast, hér í fjárhúsinu með Ástu Rut.
Ukulele braggast, hér í fjárhúsinu með Ástu Rut.


„Það gengur ekki nógu vel að venja hana af pelanum. Um leið og hún heyrir okkur nálgast fjárhúsin byrjar hún að kalla frekar frekjulega, stekkur upp í garðann og bíður við dyrnar. Þá er vissara að vera klár með pelann.

Hún er orðin yfirgengilega frek og ágeng, eins og títt er um heimalninga. Hún ryðst yfir allar grindur og það halda henni engin bönd. Hún leitar færis í hvert sinn sem hún sér smugu að komast inn í bæ, hún vill sitt fyrra dekurlíf. En við látum það ekki eftir henni. Hennar framtíð felst í að fullorðnast, eignast lömb og sinna sínu hlutverki líkt og aðrar ær.

En hún verður eflaust frekasta rollan í fjárhúsunum, og auðvitað mun hún njóta ákveðinna forréttinda, hún mun fá nammi og klapp reglulega, fyrst henni tókst að lifa af þessar hrakfarir. Okkur finnst alveg með ólíkindum að þetta litla kríli sem var varla byrjað að éta gras þegar hún týndist, skuli hafa lifað af og skilað sér heim tveimur og hálfum mánuði síðar. Hún ferðaðist þessa tuttugu kílómetra ein sín liðs og þurfti á ferð sinni að komast yfir Sandá og Svalbarðsá í Þistilfirði. Ég verð að segja að þetta er mjög klókt lítið lamb, að hún hafi fundið brýrnar yfir árnar og komast alla þessa leið,“ segir Karen sem hlakkar til að fylgjast með Ukulele lambastelpu verða að fullorðinni frekjudós.

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...