Margnota pokar í boði á Vestfjörðum

Vestfirðingar vilja losna við plastpokana.
Vestfirðingar vilja losna við plastpokana. mbl.is/Golli

Verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum eru farnar að bjóða upp á margnota poka. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum.

Nú geta viðskiptavinir fengið poka að láni í stað þess að kaupa plastpoka. Margir eiga sína eigin poka og koma með þá að heiman og er mælt með því. Ef taupokinn gleymist heima er hægt að fá lánaðan taupoka í stað þess að kaupa plastpoka.

Boomerang er alþjóðlegt verkefni þannig að það má skila pokunum aftur hér á landi og erlendis á merktri Boomerang-pokastöð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert