Stella hreint ekki í orlofi

Heiða Rún Sigurðardóttir í gervi hinnar ómótstæðilegu Stellu Blómkvist.
Heiða Rún Sigurðardóttir í gervi hinnar ómótstæðilegu Stellu Blómkvist. Ljósmynd/Saga Sig

Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark, sem henni þykir þó mjög vænt um, enda mikilvægt fyrir leikara að festast ekki í sama hlutverkinu. 

Í grunninn eru þetta glæpaþættir en samt ekki í raunsæisstíl eins og mynstrið hefur verið í mörgum þáttum sem komið hafa frá Norðurlöndunum á undanförnum árum. Við köllum þetta „neo-noir“, þar sem unnið er eftir noir-hefðinni en með nútímalegri útfærslum. Allt er frekar ýkt og persónurnar óraunverulegar, líklega líkari persónum í teiknimyndasögum. Þetta er svona svarthvítur heimur með erkitýpum sem manni þykir vænt um og langar að sjá aftur og aftur.“

Þetta segir Heiða Rún Sigurðardóttir í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hún fer með aðalhlutverkið í glænýjum íslenskum glæpaþáttum frá SagaFilm um lögfræðinginn, einkaspæjarann og einfarann Stellu Blómkvist, sem byggðir eru á samnefndum bókaflokki.

Þættirnir, sem eru sex talsins, koma í heild sinni inn í Sjónvarp Símans Premium föstudaginn 24. nóvember en verða einnig sýndir í línulegri dagskrá í Sjónvarpi Símans frá og með janúar.

Hreifst strax af Stellu

Heiða Rún býr og starfar í Bretlandi og fyrir vikið fer samtal okkar fram í síma. Hún segir leikstjórann, Óskar Þór Axelsson, hafa ráðið mestu um það að hún tók hlutverkið að sér. Hana hafi lengi langað að vinna með honum. Þá hafi það heillað að fá að leika titilhlutverk í sjónvarpsþáttum í fyrsta sinn.

Heiða Rún við tökur á þáttunum. Hún segir stemninguna hafa ...
Heiða Rún við tökur á þáttunum. Hún segir stemninguna hafa verið góða og gaman sé að fá tækifæri til að leika á móðurmálinu. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hafði ekki lesið bækurnar en gerði það eftir að ég tók hlutverkið að mér og hreifst strax af Stellu. Hún er í einu orði sagt frábær! Þetta er mjög safaríkt hlutverk,“ segir Heiða Rún en hún er engu nær um það frekar en aðrir landsmenn hver höfundur bókanna er. Það hlýtur að teljast vera eitt best varðveitta leyndarmál íslenskrar bókmenntasögu.

Fengin til að verja skítseiði

Um er að ræða þrjú aðskilin mál sem Stella glímir við í þáttunum sex. Fyrsta málið byggist á fyrstu bókinni um Stellu en hin tvö er ekki að finna í bókunum. Höfundar handrits eru Jóhann Ævar Grímsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Andri Óttarsson. Að sögn Heiðu Rúnar er þó undirliggjandi saga gegnum alla þættina.

Í kynningu SagaFilm og Sjónvarps Símans segir: „Lögfræðingurinn og einfarinn Stella Blómkvist er fengin til verja skítseiðið og eiturlyfjasalann Sæma sem er ásakaður um að hafa myrt unga konu á vegum forsætisráðuneytisins í sjálfu Stjórnarráðinu. Hann neitar staðfastlega sök, en bakvið tjöldin fara valdamiklir aðilar á stjá og reyna allt hvað þeir geta til að gera Stellu erfiðara fyrir að sinna starfi sínu.

Þannig hefst sería af ævintýrum þar sem Stella þvælist inn í atburðarás sem mun innvinkla helstu valdablokkir á Íslandi sem myndu ekki hika við að hreinsa einn snuðrandi lögfræðing út af borðinu. En Stella getur ekki látið kyrrt liggja, sérstaklega þegar hún ein getur komist að sannleikanum.“

Einmitt það. Stella er sumsé hreint ekki í orlofi að þessu sinni!

Tökur fóru fram í vor, frá apríl og fram í júní, og var Heiða Rún á landinu allan tímann. „Þetta var mjög skemmtileg vinna enda eru allir svo nánir heima, þar sem bransinn er svo lítill. Það var gaman að upplifa hvað þetta er heimilislegt. Það var líka dásamlegt að fá tækifæri til að leika á móðurmálinu. Maður á bara eitt móðurmál og tengir alltaf betur við það en önnur tungumál enda þótt maður kunni og tali þau mjög vel.“

Ekki spillti fyrir að hún fékk kærkomið tækifæri til að hitta ættingja og vini enda hefur hún sjaldan tíma til að stoppa lengi í einu á Íslandi.

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...