„Þetta er algjör draumur“

Fritz ætlar að eyrnamerkja styrkinn listinni.
Fritz ætlar að eyrnamerkja styrkinn listinni.

Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Styrknum var úthlutað á fæðingardegi  Svavars en 108 ár eru frá fæðingu hans.

Sjóðurinn var stofnaður árið 1993, fyrir 24 árum, og hlutu listamennirnir kr. 500.000 hvor. Í reglugerð um sjóðinn segir að styrkinn skuli veita „ungum og efnilegum myndlistarmönnum“.

Fritz Hendrik Berndsen fæddist árið 1993 og lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2016. Síðan var hann í átta mánaða starfsnámi hjá Agli Sæbjörnssyni, myndlistarmanni í Berlín. Hann hefur haldið fjórar einkasýningar á Íslandi og tekið þátt í allnokkrum samsýningum.

„Það er ótrúlega gott klapp á bakið að fá þennan styrk,“ segir Fritz. „Þetta er ekki styrkur fyrir ákveðið verkefni heldur viðurkenning og hvatning sem er gríðarlega gaman að fá.“

Þegar Fritz er spurður að því hvort hann muni nota styrkinn til að fjármagna sína daglegu vinnu í myndlistinni, eða hvort hann renni í eitthvert ákveðið verkefni, svarar hann að líklega hjálpi hann sér í þeim verkefnum sem hann vinnur að. „Ég er í dagvinnu til að framfleyta mér en reyni að eyrnamerkja styrkinn listinni, sem er ótrúlega gaman að geta gert.“

Þegar spurt er um næstu skref í myndlistinni segir hann fram undan vera samsýningu með fyrrverandi bekkjarsystkinum og þá fer hann til annars myndlistarmanns sem er í vetur í gestavinnustofu í Hollandi en þeir hyggjast vinna saman og setja upp sýningu í framhaldinu. „Svo vinn ég sjálfur áfram í eigin verkum og styrkurinn hjálpar. Þetta er algjör draumur,“ segir hann.

Katrín segir styrknum fylgja mikill styrkur og hvatning.
Katrín segir styrknum fylgja mikill styrkur og hvatning.

Katrín Inga er fædd árið 1982. Hún útskrifaðist frá LHÍ árið 2008, úr listfræði við Háskóla Íslands 2012 og þau lauk hún meistaranámi í myndlist við School of Visual Arts í New York árið 2014. Katrín Inga hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, heima og erlendis, og nú í haust hefur myndbandsverk eftir hana blasað við gestum sem eiga leið um hinn vinsæla High Line-garð í New York og hefur það vakið verðskuldaða athygli.

„Þessum styrk fylgir rosa mikill styrkur og hvatning,“ segir Katrín Inga. „Bæði sögulega séð og peningalega. Hvort tveggja er mikilvægt. Styrkir sem þessi eru gríðarlega mikilvægir fyrir listamenn. Myndlistin þrífst, þróast og dafnar með aðstoð sem þessari, annars væri íslensk myndlist ekki komin jafnlangt á heimsmælikvarða og raun ber vitni.“

Hún segir að hér á landi vanti markað með listaverk eins og þekkist á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum, fáir kaupa eða safna listaverkum. „Hvað þá þegar fólk gerir gjörningatengda list eins og ég, þá verða ekki til hlutir sem auðvelt er að setja fjármagn í. Það er gríðarlega mikill heiður og stór og kraftmikil viðurkenning að fá þennan styrk, sem aðstoðar í glímunni við að skapa myndlist á hverjum degi og takast á við sjálfið og samfélagið.

Það eru ekki margir svona styrkir sem standa til boða hér á landi og hver þeirra er mjög mikilvægur fyrir myndlistina,“ segir hún.

mbl.is

Innlent »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »

Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“

19:45 „Það kæmi mér ekki á óvart að breskir diplómatar væru að vinna bak við tjöldin og færu þess á leit við aðildarríki NATO að þau sýndu Bretlandi samstöðu og mótmæltu framferði Rússa,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, um þann möguleika að ríkisstjórnin sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar. Meira »

Erfitt að reiða sig á hjálp og missa frelsi

19:00 Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi. Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein. Meira »

Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu

19:05 Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Meira »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

15:52 Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...