Búið að ná ökutækjunum í sundur

Um harkalegan árekstur var að ræða.
Um harkalegan árekstur var að ræða. mbl.is/Hari

Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Þetta staðfestir talsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Strætisvagninn ók aftan á vörubílinn með þeim afleiðingum að pallur bílsins gekk að töluverðu leyti inn í vagninn. Hann er því mikið skemmdur.

Viðbragðsaðilar eru enn á staðnum en enn er ekki vitað nánar um tildrög slyssins. Um líðan þeirra tveggja sem fluttir voru á sjúkrahús til aðhlynningar er ekki vitað, þeir eru þó ekki taldir alvarlega slasaðir. Um var að ræða bílstjóra vagnsins og farþega. Aðra farþega í vagninum sakaði ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert