Safna fötum fyrir börn á Íslandi

mbl.is/Styrmir Kári

Árleg fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13.

Á staðnum munu sjálfboðaliðar ungmennaráðsins taka á móti öllum þeim sem vilja styrkja málefnið, og gefa föt, með bros á vör. Á boðstólum verður kakó og smákökur handa gestum auk ljúfrar tónlistar. Fötin verða svo gefin börnum á Íslandi sem af einhverjum ástæðum geta ekki útvegað sér nauðsynlegar flíkur, t.d. vegna fjárhagsstöðu. En bannað er, samkvæmt Barnasáttmálanum, að mismuna börnum eftir stöðu þeirra.

Í tilkynningu frá ungmennaráðinu segir að um mjög mikilvægt verkefni sé að ræða þar sem það eru sjálfsögð réttindi barna að vera vel klædd, sérstaklega á veturna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar sem mun koma fötunum til þeirra sem þurfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert