Glaðari konur og glaðari karlar

„Jafnvel þegar við náum 100% jafnrétti, megum við ekki sofna ...
„Jafnvel þegar við náum 100% jafnrétti, megum við ekki sofna á verðinum því alltaf er hætta á bakslagi,“ segir Brynhildur. mbl.is/​Hari

Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins.

Við verðum að ala dætur okkar upp á nýjan hátt. Og við verðum líka að ala syni okkar upp á nýjan hátt.“ Þannig segir margverðlaunaður nígerískur rithöfundur, Chimamanda Ngozi Adichie, að best sé að byrja á að skapa réttlátari heim; heim þar sem glaðari karlar og glaðari konur eru samkvæmari sjálfum sér. Adichie er höfundur bókarinnar Við ættum öll að vera femínistar, sem að mati Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands, ætti að vera til á hverju heimili.

Í stað þess að halda rjómatertuboð eða þvíumlíkt til að fagna 110 ára afmæli sínu, ákvað Kvenréttindafélagið að láta þýða og gefa út fyrrnefnda bók og færa öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu að gjöf. Eins og vel var við hæfi kom bókin út 27. september sl. á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins.

Fyrirmyndarskóli

„Við afhentum skólameistara og nemendum Borgarholtsskóla hana formlega þann dag og vildum með því að vekja athygli á að skólinn var sá fyrsti til að kenna kynjafræði á framhaldsskólastigi árið 2007. Þar sem við vorum að dreifa bókinni rétt eftir að ríkisstjórnin féll, fékk framtakið ekki mikla athygli fjölmiðla – sem auðvitað var ekki aðalatriðið, heldur að nemendur alls staðar á landinu fengju þessa frábæru bók,“ segir Brynhildur brosandi. Útgáfan er samstarfsverkefni Kvenréttindafélags Íslands og Benedikts bókaútgáfu. Að sögn Brynhildar kom Kvenréttindafélaginu til góða að Adichie var svo hrifin af hugmyndinni að hún gaf eftir hluta af höfundarþóknun sinni.

„Hugmyndin kviknaði vegna þess að okkur fannst vanta aðgengilegt efni um femínisma og kynjafræði á íslensku fyrir unglinga. Við fengum styrki frá Jafnréttissjóði og velferðarráðuneytinu, sem dugðu fyrir þýðingu og prentun. Skólastjórarnir reyndust okkur síðan innan handar með að koma bókunum til nemenda, enda hefðum við aldrei haft ráð á að senda þær heim til hvers og eins – á ríflega fjögur þúsund heimili.“

Brynhildur segir bókina Við ættum öll að vera femínistar hafa það fram yfir aðrar bækur um femínisma að vera hvorki fræðileg skilgreining á femínisma né kynjafræði. Hún sé engu að síður vel til þess fallin að nota sem kennslubók og hafi að geyma afar skemmtilegar og áhugaverðar frásagnir og hugleiðingar höfundar.

Erindi á TED varð að bók

Þúsundir manna komu saman víða um land á samstöðufundum í ...
Þúsundir manna komu saman víða um land á samstöðufundum í tilefni af kvennafrídeginum. mbl.is/Golli


„Adichie vekur lesendur til umhugsunar um óréttlæti samfélags sem byggt er á ákveðnum hugmyndum um kyn og kynhlutverk. Hún lýsir hugmyndafræðinni á mannamáli sem höfðar til ungs fólks en líka til þeirra sem eldri eru. Bókin er byggð á samnefndu og áhrifamiklu erindi, sem hún hélt á TEDxEuston-ráðstefnu fyrir fimm árum og tugir milljónir manna hafa horft á. Adichie hefur nokkra skírskotun til afþreyingarmenningar samtímans, en Beyoncé mun hafa tekið hljóðbrot úr fyrirlestrinum og notað í lögum sínum.“

Kvenréttindafélag Íslands er augljóslega vel með á nótunum. Enda segir Brynhildur að sífellt fleiri ungmenni, stelpur og strákar, hafi gerst félagar á undanförnum árum. Engir krakkar þó, því aldurstakmark er 18 ára. „Markmiðið með bókagjöfinni er fyrst og fremst að vekja athygli framhaldsskólanema á femínisma og jafnréttismálum. Við vonumst líka til að bókin komi kennurum og nemendum að gagni sem upphafspunktur í umræðum um hvort tveggja. Og verði skólum sem ekki bjóða þegar upp á kynjafræði hvatning til að láta til skarar skríða. Eitt af stefnumálum Kvenréttindafélagsins hefur enda verið að kynjafræði verði skyldufag á öllum skólastigum.“

Af hverju femínisti?

Þótt nemendur hafi fengið bækurnar að gjöf, en ekki skólarnir, býst Brynhildur við að kennarar nýti sér þær með einum eða öðrum hætti í kennslunni. „Bókin býður upp á ýmsa möguleika, til dæmis í tengslum við lífsleikni, félagsfræði, sagnfræði og mörg önnur fög. Þar sem kynjafræði er valfag í flestum framhaldsskólum er kennslan oft algjörlega háð áhuga og frumkvæði kennara í kennslu.“

Þrátt fyrir brotalamir af því taginu segir hún ungu kynslóðina velta jafnrétti kynjanna mikið fyrir sér. Áhuginn speglist t.d. í að síðastliðin fimm ár hafi víða verið stofnuð mörg femínistafélög framhaldskólanna. „Ég hef trú á unga fólkinu. Það er miklu meðvitaðra en mín kynslóð var [Brynhildur er 39 ára] um jafnréttismál og ástandið í heiminum. Unga kynslóðin fylgist betur með og hefur alist upp við að það sé allt í lagi að vera hinsegin og allskonar. Tíðarandinn er einfaldlega allt annar en var fyrir bara nokkrum árum,“ segir Brynhildur og hafnar því alfarið að orðið femínisti hafi neikvæða merkingu í huga unglinganna.

Í bókinni svarar Adichie þeirri spurningu margra af hverju þurfi að nota það orð, en ekki mannréttindi eða eitthvað álíka? „[...] það væri ekki heiðarlegt. Femínismi er, vitaskuld, hluti af kröfunni um mannréttindi almennt – en að velja að nota hið óljósa hugtak mannréttindi væri að afneita hinu sérstæða og sérstaka í kynjavandanum. Það væri leið til að láta sem konum hefði ekki verið ýtt til hliðar öldum saman. Það væri leið til að afneita því að kynjavandinn bitnar á konum. Af því að vandinn snýr ekki að því að vera manneskja, heldur snýr hann sérstaklega að því að vera kvenkyns manneskja.“

Alltaf hætta á bakslagi

Chimamanda Ngozi Adichie
Chimamanda Ngozi Adichie


Röksemdafærslunni verður vart mótmælt. Hver er ekki femínisti? Í fyrsta bekk í framhaldsskóla réttir ábyggilega enginn upp hönd eftir lestur bókarinnar. Enda eru femínismi og femínisti töff orð, að sögn Brynhildar. „Það er ekki lengur hægt að líta á femínisma og jafnrétti sem einhverja afkima samfélagsins, enda er almennt viðurkennt að hvort tveggja er grunnstoðir þess.“

Þótt enn sé langt í land varðandi launamun kynjanna, viðhorf til kvennastarfa og sitthvað fleira, segir hún árangurinn umtalsverðan, þökk sé þrotlausri baráttu brautryðjenda og hugsjónafólks í áranna rás.

En úr því ástandið virðist fara batnandi er Brynhildur spurð hvort félög eins og Kvenréttindafélag Íslands verði kannski óþörf í framtíðinni? Og þá einnig óþarfi að dreifa bókum eins og Við ættum öll að vera femínistar til æsku landsins?

„Jafnvel þegar við náum 100% jafnrétti megum við ekki sofna á verðinum því alltaf er hætta á bakslagi og að allt fari í aftur í sama farið. Þess vegna er þörf fyrir félög eins og Kvenréttindafélagið og bækur eins og Við ættum öll að vera femínistar,“ svarar framkvæmdastýran að bragði.

Þýdd á 30 tungumál

Chimamanda Ngozi Adichie fæddist í Nígeríu árið 1977. Nítján ára fór hún til Bandaríkjanna þar sem hún fékk styrk til náms í stjórnmálafræði og samskiptum við Eastern Connecticut-ríkisháskólann. Eftir útskrift 2001 hóf hún meistaranám í skapandi skrifum við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore. Árið 2008 lauk hún sinni annarri meistaragráðu, þá í afrískum fræðum við Yale-háskóla.

Adichie hefur skrifað smásagnasafn og þrjár skáldsögur, ein þeirra, Hálf gul sól, kom út á íslensku 2008 í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur sem einnig þýddi Við ættum öll að vera femínistar. Adichie hefur skrifað greinar í tímarit, komið fram á ýmsum ráðstefnum og verið í viðtölum. Sögur hennar hafa verið þýddar á 30 tungumál.

Innlent »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »

Tæplega 440 útskrifast í dag

10:42 Tæplega 440 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi brautskrást frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói klukkan 13 í dag. Meira »

Ekkert tjón hjá N1

10:29 Bensínafgreiðsla gekk hnökralaust í N1 Skógarseli í gær, þrátt fyrir að vatn flæddi um götuna. mbl.is birti í gær myndband þar sem sést hvernig vatn flæddi inn á svæði bensínstöðvarinnar og allt að bensíndælunum. Meira »

Keppa um titilinn Kokkur ársins 2018

10:23 Fimm manna úrslitakeppni í keppninni Kokkur ársins fer fram í Hörpu í dag. Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

09:42 Helstu vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en þó er krapi á Hellisheiði sem verið er að hreinsa. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fróðárheiði er lokuð vegna ófærðar, sem og Þingskálavegur (nr. 268) sem er ófær vegna vatnsskemmda. Meira »

Björgunarsveitarmenn festu skiltið

09:45 Skiltið sem hékk á bláþræði framan á hótelinu Hlemmur Square í gærkvöldi var fest kirfilega af björgunarsveitarmönnum áður en þeir héldu heim á leið. Meira »

Vatni dælt úr raðhúsum í Frostaskjóli

09:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í fjögur útköll það sem af er morgni vegna vatnsveðursins í nótt, þar á meðal í kjallara tveggja raðhúsa í Frostaskjóli í Vesturbænum. Meira »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

„Kallast á við umhverfið“

07:57 Landsbankinn hefur ákveðið að semja við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Sex af sjö arkitektateymum sem völdust til að gera frumtillögur skiluðu tillögum. Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »

Ný Hótel Örk opnuð í maí

07:37 Áformað er að taka nýja álmu á Hótel Örk í notkun 15. maí næstkomandi. Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu. Verkið hefur unnist hratt en framkvæmdir hófust á síðari hluta árs í fyrra. Meira »

Andlát: Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti

05:30 Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi bóndi og kennari í Syðra-Langholti 3 í Hrunamannahreppi, er látinn, 86 ára að aldri.  Meira »

Suðaustanstormur á leið austur

07:39 Suðaustanstormur er á leið austur yfir landið og rignir talsvert samfara skilunum. Mikil úrkoma verður suðaustanlands fram undir hádegi. Meira »

Tugum dýra bjargað – metfjöldi útkalla

07:18 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu ásamt björgunarsveit bjargaði tugum dýra í Fjárborgum við Suðurlandsveg í nótt en flætt hafði inn í hesthús og fjárhús. Alls sinnti slökkviliðið um 100 útköllum frá því um miðjan dag í gær, sem er met. Meira »

Bíður eftir svörum

05:30 Umboðsmaður borgarbúa þarf að jafnaði að bíða í 80 daga eftir svörum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.  Meira »
"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...