Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

Hætt er við svifryks­meng­un þegar vind­ur er hæg­ur og göt­ur …
Hætt er við svifryks­meng­un þegar vind­ur er hæg­ur og göt­ur þurr­ar. mbl.is/Júlíus

Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. 

Hægur vindur er ríkjandi og við þær aðstæður safnast ryk auðveldlega fyrir. Klukkan 14.30 var hálftímagildi svifryks í mælistöðinni við Hringbraut 70.12 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og líklegt er að svifryk fari yfir þau mörk. Veðurspár gera ráð fyrir meiri vindi á morgun og áframhaldandi þurru verðri en líkur á svifryksmengun eru minni.  

Bent skal á að svifryksmengun er mest í nágrenni við miklar umferðargötur en minni mengun er inni í íbúðahverfum fjær umferð. Búast má við toppum í svifryksmengun á umferðarálagstímum á morgnana, í hádeginu og í eftirmiðdaginn,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Einnig er hægt að fylgjast með styrk svifryks á www.reykjavik.is/loftgaedi en þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert