„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

Verið er að breyta hluta húsnæðisins í íbúðarhúsnæði sem Reykjavíkurborg ...
Verið er að breyta hluta húsnæðisins í íbúðarhúsnæði sem Reykjavíkurborg hefur gert kaupsamning um kaup á. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.

Í síðustu viku setti eftirlitið bann við vinnu á byggingarvinnustað við Grensásveg 12, en við eftirlitsheimsókn kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Var það mat eftirlitsins að lífi og heilsu starfsmanna væri hætta búin á vinnustaðnum. Þá hafði Vinnueftirlitinu ekki verið tilkynnt um verkið, sem er grundvallaratriði þegar unnið er að byggingu stærri mannvirkja. Fyrir vikið hefur eftirlitið ekki fullnægjandi upplýsingar um verktaka og verkkaupa sem að verkinu standa.

Áður en vinna var alfarið bönnuð hafði verktakanum á staðnum, Úr verktakar ehf., verið afhent skýrsla eftirlitsmanns og fyrirmæli um úrbætur. Var honum gert ljóst að gripið yrði til aðgerða ef ekki yrði brugðist við þeim.

Björn segir að við endurmat hafi komið í ljós að nánast ekkert hafi verið gert til að bæta úr ástandinu, fyrir utan að salernið hafði verið byrgt með einhverjum hætti, en það hafði verið án hurðar.

Grensásvegur 12 er atvinnuhúsnæði sem verið er að breyta að hluta til í íbúðarhúsnæði og hefur Reykjavíkurborg gert kaupsamning um kaup á 24 íbúðum í húsinu. Til stendur að þær verði afhentar borginni 1. apríl 2018. Verða þær svo leigðar til umsækjenda hjá Félagsbústöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verða íbúðirnar greiddar við afhendingu og hefur borgin því enga aðkomu að verkefninu.

Mjög víðtækt brot

Björn segir brotið á umræddum byggingarstað vera mjög víðtækt. „Það er heilstætt verið að brjóta á löggjöfinni. Það er ekki verið að tilkynna okkur um verkið, það er enginn samræmingaraðili og öryggið og aðbúnaðurinn er ekki í lagi, þannig þetta er mjög víðtækt brot.“

Hann segir að þegar margir undirverktakar starfi á saman á hættulegum vinnustað, eins og þarna sé væntanlega raunin, og enginn samræmingaraðili sé til staðar þá sé það eitt og sér hættulegt.

„Það er grundvallaratriði að fá tilkynningu um verkið. Ef við fáum hana ekki þá vitum við til dæmis ekki hver verkkaupi er, en hann getur borið ábyrgð undir vissum kringumstæðum. Við vitum ekki hver er aðalverktaki og hverjir eru undirverktakar. Við vitum í sjálfum sér ekki neitt, þannig að það er mjög alvarlegt brot að tilkynna ekki Vinnueftirlitinu um mannvirkjagerð sem er yfir vissri stærð.“

Oft um einbeittan brotavilja að ræða 

Björn segir of algengt Vinnueftirlitinu sé ekki tilkynnt um slík verk áður en ráðist er í þau. Til standi hins vegar að taka harðar á þannig brotum. „Það er oft sem þetta virðist vera beinn brotavilji. Menn eru bara að hunsa þessar reglur.“ Hann segir marga eingöngu hugsa um skammtímagróða frekar en heildarmyndina. Það græði til dæmis enginn á því að valda vinnuslysi eða heilsubresti á vinnustað.

„Við erum byrjuð að eiga við frekar erfið fyrirtæki þar sem um er að ræða vísvitandi brotastarfsemi. Það má segja að það sé í viðskiptamódelinu að fara ekki eftir reglunum. Við erum að sjá harðari heim,“ segir Björn. Hann tekur þó fram að hann viti ekki hvernig þessu er háttað hjá verktakanum á Grensásvegi 12, enda hefur Vinnueftirlitið ekki fullnægjandi upplýsingar um verkið sem þar er í gangi eða hver ber ábyrgð á því.

„Svo má ekki gleyma því að ef það er brotið á vinnuverndarlöggjöfinni þá er oft brotið á öðrum löggjöfum líka. Kannski ekki verið að greiða fólki eftir kjarasamningum eða eitthvað slíkt.“

Starfsfólkið fær oft ekkert að vita

Hvað Grensásveg 12 varðar er það nú ábyrgðaraðila verksins, aðalverktaka eða verkkaupa, að bregðast við og bæta úr því sem Vinnueftirlitið gerir athugasemdir við til að hægt sé að halda áfram með byggingarframkvæmdirnar.

Björn segir reynt að fylgjast með því eftir fremsta megni að vinnubanninu sé hlýtt og í samræmi við nýja upplýsingastefnu er tilkynnt um bannið á heimasíðu Vinnueftirlitsins. „Tilgangurinn er að fólk sé meðvitað um þetta. Bæði fólkið í kring og starfsmennirnir sjálfir. Oft er þeim ekkert sagt frá.“

mbl.is

Innlent »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »

Vara við „veðurhvelli“

11:23 Vegagerðin vekur athygli á „veðurhvelli“ sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.   Meira »

„Þeir geta ekkert farið“

11:20 „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen. Meira »

„Takk fyrir ekkert!“

11:09 „Við höfum sýnt mikla biðlund. Við héldum að við værum í kjaraviðræðum en við lítum svo á að þær hafi verið frekar tilgangslausar,“ segir Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags náttúrufræðinga, um kjaradeilu þeirra sem hefur verið á borði rík­is­sátta­semj­ara síðustu sex mánuði. Meira »

Rafmagnslaust í Grindavík í nótt

10:32 Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma. Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu. Meira »

Flug til Grænlands í uppnámi

10:38 „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is. Meira »

Engin merki fundust um myglu

10:24 Tvö herbergi á lungnadeild Landspítala í Fossvogi verða væntanlega tekin aftur í notkun í dag, en Vinnueftirlitið greindi frá því á vefsíðu sinni að þeim hefði verið lokað vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Viðgerð var þegar hafin þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn þann 29. janúar síðastliðinn. Meira »

Plast í plastpokum í gráu tunnuna

09:49 Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.   Meira »

120 grísaskrokkar fara beint í ruslið

09:19 Búið er að opna Sæbrautina aftur eftir henni hafði verið lokað til suðurs um sjöleytið í morgun í kjölfar umferðaróhapps. Flutningskassi á flutningabíl á vegum Stjörnugríss brotnaði af í akstri og dreifðust grísaskrokkar um götuna. Meira »

7.000 nýburar deyja á hverjum degi

09:17 Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Meira »

Sæbraut lokuð vegna umferðaróhapps

08:58 Sæbraut er lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps, en flutningabíll með grísakjöti opnaðist og dreifðist kjöt um götuna. Verið að þrífa kjötið af vettvangi. Meira »

Starfshópur um frjálsíþróttavöll

08:18 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir. Meira »

Engu nær eftir 4 ára þrautagöngu

07:37 Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði. Meira »

Spáir sólríkum marsmánuði

08:52 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir því að veður hér á landi í mars verði fremur hæglátt. Spáir hann mildum suðaustlægum vindum og að það verði sólríkt og þurrviðrasamt. Meira »

Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta

07:57 Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt. Meira »

Hvessir mjög á landinu

06:47 Spáð er suðaustanstormi eða -roki víða á landinu á morgun, jafnvel ofsaveðri vestantil.  Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Örlygur Sigursson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
 
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...