Sólarljós hefur skaðleg áhrif á snuð

Snuð eru til af öllum gerðum.
Snuð eru til af öllum gerðum. mbl.is/Golli

Skoðun Neytendastofu á snuðum fyrir börn hefur leitt í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem hafa ekki verið í lagi og jafnvel hættulegar börnum. Skoðuð voru yfir 900 snuð af 74 tegundum. Kom í ljós að 27% af snuðunum voru ekki allar merkingar í lagi. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu

Könnunin leiddi í ljós að á markaðnum eru snuð sem eru „bókstarflega hættuleg fyrir börn en þau hafa nú verið innkölluð og tekin af sölu. Um var að ræða silicon snuð frá framleiðendunum Camera og Cangaroo. Einnig hafa verið tekin af markaði snuð frá Lovi, BabyOno og frá NOVILAB snuð sem heita Marine. Allar þessar tegundir af snuðum eru það er Neytendastofa best veit ekki seldar á Íslandi.“ Þetta kemur jafnframt fram í tilkynningu. 

Neytendastofa skoðaði í samstarfi við eftirlitsstjórnvöld á Evrópska efnahagssvæðinu snuð og snuðbönd.

Bent er á að mikilvægt sé að kaupa snuð sem hæfir aldri barnsins því tútturnar eru misjafnar og verður m.a. að taka til greina bitkraft tannanna í börnum. Passa þarf að sjóða snuðið áður en það er notað í fyrsta skipti og þrýsta vel vatninu úr túttunni ef það á við. Í hvert sinn sem á að nota snuð á að toga í túttuna til að vera viss um að hún sé í lagi og ef það eru komin bitför þá á að henda því strax.

Skaðleg áhrif sólarljóss

Ekki má geyma snuð í lengri tíma við sólarljós. Ef snuð er geymt í einhvern tíma við glugga, á mælaborðinu í bílnum eða í verslunarstandi þar sem birta kemst að eyðileggjast snuðin og verða hættuleg fyrir börn þar sem túttan fer í sundur. 

Neytendastofa hefur þegar birt frétt út af snuðunum sem pöntuð eru á vefsíðu með nafni barnsins en það hefur komið fjölda athugasemda þar sem tútturnar hafa losnað og jafnvel staðið í börnum en það er að öllum líkindum vegna þess að snuðin eru notuð of lengi. Það á ekki að nota snuð lengur en í 1-2 mánuði.

Snuð voru skoðuð frá; AVENT (Philips), Baby Elegance, Babylove, BabyNova, Babyono, BEABA, BEBECONFORT, BIBI, Bibs (Tolico), Born Free (Bliss), Camera, Cangaroо, Canpols, CARREFOUR, CHICCO, Difrax BV, DISNEY, DODIE, Dr. Brown´s, Etos, Fred, Goldi, GUMDROP TOMY, HEMA B.V., HEVEA, KINDERPLANET, Lorelli, Lovi, MAM, Mininor, Mothercare, Natursutten, Nip, NOVILAB AG, NUBY, NUK, Philips Avent, Poupy, Prenatal, SUAVINEX, Tigex, Tomee Tippee, TRUE, ULUBULU, Philip Avent. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert