Íslendingar telja sig vinmarga og hrausta

Svona eru Íslendingar, samkvæmt könnun OECD.
Svona eru Íslendingar, samkvæmt könnun OECD.

Hinn dæmigerði Íslendingur er býsna ánægður með lífið og tilveruna, hann telur sig búa í hreinu umhverfi og við mikil loftgæði. Hann á vin eða ættingja sem hann getur leitað til og ver næstum því fjórðungi tekna sinna í húsnæði og ýmsan kostnað sem því fylgir.

Þetta sýnir ný úttekt frá Efnahags- og samvinnustofnun Evrópu, OECD, sem heitir How's life 2017 eða Hvernig er lífið árið 2017 og þar er fjallað um lífsgæði fólks í aðildarlöndum stofnunarinnar.

Í úttektinni, sem gerð hefur verið á tveggja ára fresti, eru ýmsir þættir skoðaðir sem taldir eru hafa áhrif á lífsgæði fólks. Í formála skýrslunnar segir að nú séu næstum því tíu ár frá alþjóðlegri fjármálakreppu sem hafi ekki látið neinn ósnortinn og að í kjölfar hennar hafi tekjumunur aukist. Þeirri spurningu er varpað fram hvort lífskjör séu almennt betri nú en þau voru árið 2005 og er úttektinni ætlað að svara því, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »