Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

Thomas Møller Olsen leiddur fyrir dómara í ágúst. Hann var ...
Thomas Møller Olsen leiddur fyrir dómara í ágúst. Hann var ekki viðstaddur málflutninginn í dag. mbl.is/Eggert

Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Thomas var af héraðsdómi í lok september dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa myrt Birnu.

Lögmaður Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sagði fyrir dómi að á milli klukkan sjö og ellefu, morguninn eftir að Birna hvarf, hafi hann, samkvæmt rannsókn lögreglu og dómi héraðsdóms ekið um 140 kílómetra. Páll Rúnar sagði fyrir dómi í dag að ef það yrði niðurstaða sérfræðings að Birnu hafi verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar sem Thomas á að hafa getað ekið miðað við rannsókn málsins, „þá útloki það sekt sóknaraðila“.

Hann benti líka á að mjög fáir staðir á suðurströndinni komi til greina þar sem hægt væri á smábíl að koma manneskju fyrir í sjó. Víðast væru mörg hundruð metrar að sjó og stórgrýtt landslag sem væri mjög erfitt yfirferðar. Ef rannsókn á hafstraumum, vindum eða landslagi leiddi í ljós að Birnu hefði verið komið fyrir í sjó þar sem Thomas hefði ekki getað farið, þá leiddi það til þess að hann væri saklaus.

Þrjár spurningar

Fyrir dómi kom fram að Páll Rúnar vill fyrir hönd umbjóðanda síns fá matsmann til að reikna út hvar Birna hafi verið sett í sjóinn. Til vara vill hann vita hvort það sé niðurstaða matsmanns að Birna hafi verið sett í sjó austan eða vestan við þann stað sem hún fannst. Til þrautavara er það lagt fyrir matsmann að meta hversu líklegt sé að Birnu hafi verið komið fyrir í sjó fyrir austan eða vestan þann stað sem hún fannst. Í þessu samhengi benti hann á að staðirnir, þar sem gott aðgengi væri að sjó, austan megin við Selvogsvita (þar sem hún fannst), væru mjög fáir. Hann sagði enn fremur að þeir væru engir vestan Selvogsvita, nema alveg við Grindavík.

Ber að rannsaka vettvang

Hann gagnrýndi að vettvangurinn væri ófundinn og því órannsakaður. Lögum samkvæmt bæri að rannsaka vettvang í sakamálarannsókn. Þess má geta að Thomas hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en fyrir dómi sagði Páll Rúnar að umbjóðandi hans hefði aldrei farið um það svæði sem honum er gefið að sök að hafa farið með Birnu.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari benti á að skortur á rannsókn á ...
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari benti á að skortur á rannsókn á vettvangi glæpsins byggði á því að sakborningur hefði neitað að tjá sig um ferðir sínar daginn örlagaríka. Þórður Arnar Þórðarson

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari benti á í sínum málflutningi að það sem stæði í vegi fyrir að vettvangurinn væri rannsakaður væri sú staðreynd að Thomas hefði ekkert vilja segja til um ferðir sínar umræddan tíma að öðru leyti en að hann hefði hitt ónefndan mann. „Hann vill ekki bjarga sér undan fangelsi í 16 ár með því að upplýsa það.“

Óvissuþættirnir margir

Sigríður benti annars á að ákæruvaldið teldi það hafið yfir allan vafa að Thomas hefði myrt Birnu. Hún sagði að ekki væri ljóst hversu lengi líkið hefði verið í sjónum áður en það fannst og ekki væri hægt að segja um hvernig það hafi rekið í fjöruna. Hún sagði ljóst að ekki væri hægt að svara þeim spurningum sem matsbeiðandi legði fram þannig að svörin myndu breyta sönnunarstöðu í málinu. Óvissuþættirnir væru það margir. Í því samhengi benti hún á að umræddan dag hefði vindur og vindáttir breyst mjög ört í Grindavík. Svar matsmanns yrði alltaf byggt á getgátum.

Sigríður benti á að lögreglumenn hefðu verið fengnir til að keyra þá leið sem Thomas á að hafa keyrt morguninn örlagaríka. Í ljós hefði komið að eftir stæðu 190 óútskýrðir kílómetrar en ekki 140, eins og miðað var við fyrir dómi og við rannsókn málsins.  Auðvelt hefði verið fyrir Thomas að komast um Suðurstrandaveg innan þess kílómetrafjölda, hvort sem umræddur staður væri Óseyrarbrú eða Vogsós. Hún sagði að það væri mat ríkissaksóknara að matsbeiðnin væri óþörf og aðeins til þess fallin að tefja málið og auka við það kostnað – sem mikill væri orðinn. Matið væri óþarft þegar kæmi að sönnunarbyrði í málinu.

Vogsós bara grunnur lækur

Þessu mótmælti Páll Rúnar á þeim forsendum að það breytti engu þó að lögreglumenn hefðu breytt framburði sínum – og vísaði þar til mælinga sem ríkissaksóknari lét lögreglu gera 8. nóvember síðastliðinn. Páll Rúnar sagðist sjálfur hafa mælt leiðina og sú mæling væri alveg jafngild og mæling lögreglu. Hann benti á að gögn úr myndavélum hefðu útlokað að umbjóðandi sinn hefði getað ekið Suðurlandsveginn austur á Reykjanes, eins og Sigríður hafði nefnt í sínum málflutningi. Þá benti hann á að við brúna yfir Vogsós væri bara grunnur lækur, sem ekki gæti skolað líkama til sjávar. Þá væri ekki mögulegt að keyra að sjó í Herdísarvík – sem er annar staður sem nefndur hefur verið – án þess að stórsæi á bílnum.

Uppkvaðning úrskurðar, þar sem afstaða verður tekin til matsbeiðninnar, fer fram innann fárra daga.

mbl.is

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

Í gær, 14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

Í gær, 12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

Í gær, 11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

Í gær, 13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

Í gær, 12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Í gær, 11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...