Klofinn félagsdómur segir vinnustöðvun ólögmæta

Ótímabundið verkfall flugliða hjá Primera hefur verið dæmt ólögmætt.
Ótímabundið verkfall flugliða hjá Primera hefur verið dæmt ólögmætt. mbl.is

Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Dómurinn var aftur á móti klofinn þar sem niðurstaða þriggja dómara í dóminum var að um ólögmæta boðun væri að ræða. Tveir töldu hins vegar að formsatriði boðunar væru uppfyllt en tóku ekki efnislega afstöðu til þess hvort um væri að ræða ólöglega boðun eða ekki.

Primera Air stefndi Flugfreyjufélagi Íslands vegna verkfallsboðunarinnar, en í vor var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum hjá félaginu að boða til verkfalls um borð í vélunum á þeim forsendum að réttindi flugliða væru ekki virt um borð í vélunum og laun þeirra væru langt undir íslenskum lágmarkslaunum.

Deilt um hvort íslensk lög nái til Primera

Í málinu var meðal annars tekist á um hvort Flugfreyjufélagið gæti beitt þvingunaraðgerðum samkvæmt íslenskum lögum þar sem Primera væri ekki með starfsemi á Íslandi. Þá var einnig dregið í efa að Flugfreyjufélagið hefði samningsumboð fyrir starfsmenn flugfreyja um borð í vélum Primera.

Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er það skýrt að til þess að boðun vinnustöðvunar sé lögmæt þurfi samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur að hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara.

Ríkissáttasemjari lét málið ekki til sín taka

Samkvæmt dómi félagsdóms hafði Flugfreyjufélagið ítrekað reynt að fá Primera að gerð kjarasamninga fyrir þá sem starfi sem flugliðar um borð í vélum félagsins sem fljúgi til og frá Íslandi. Var óskað eftir fundi með forstjóra félagsins í júní 2016 og í desember sama ár var þess krafist að gengið yrði til formlegra viðræðna. Þá var tekið fram að yrði bréfinu ekki svarað fyrir 9. janúar 2017 yrði málið sent ríkissáttasemjara. Var það gert 23. janúar.

Ríkissáttasemjari svaraði þeirri beiðni 13. febrúar og sagði að „svo mikill vafi sé uppi um hvort ríkissáttasemjara sé rétt að koma að málinu í ljósi þess hvert umfang valdaheimilda ríkissáttasemjara er og möguleikar embættisins til að beita þeim valdaheimildum“ og var niðurstaðan því að sáttasemjari myndi ekki láta málið til sín taka.

Fleiri greiddu atkvæði en starfa á flugleiðinni

Í apríl var svo ákveðið með öllum atkvæðum á fundi Flugfreyjufélagsins að hafa atkvæðagreiðslu um umrædda vinnustöðvun. Var atkvæðagreiðslan dagana 2.-9. maí. Kosningarétt áttu 1.189 félagsmenn og greiddu 429 þeirra atkvæði eða 36,1%. Allir samþykktu vinnustöðvunina. Primera gagnrýndi að um hefði verið að ræða almenna atkvæðagreiðslu, en ekki sértæka sem næði bara til þeirra starfsmanna sem fljúgi á umræddum leiðum. Þá væri fjöldi þeirra sem tóku þátt meiri en þeirra sem sinntu umræddu flugi.

Segir Primera að það hafi fyrst verið eftir þessa atkvæðagreiðslu sem sáttasemjari hafi fyrst boðað til fundar í júní 2017. Vegna þess sé skilyrði um lögmæti atkvæðagreiðslunnar áður en reynt hafði verið til þrautar að ná sáttum ekki til staðar.

Klofinn félagsdómur 

Er meirihluti félagsdóms sammála þessum röksemdum flugfélagsins. „Samkvæmt því, sem að framan er rakið, verður ekki ráðið að neinar samningaviðræður hafi farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara frá því að kröfur voru lagðar fram, hvorki formlegar né óformlegar. Virðist það raunar óumdeilt,“ segir í dóminum. Er ótímabundin vinnustöðvun sem átti að hefjast 15. september, en var frestað til 24. nóvember því dæmd ólögmæt.

Minnihluti félagsdóms skilaði sératkvæði og taldi að Flugfreyjufélagið hafi formlega vísað málinu til ríkissáttasemjara í janúar. Embættið hafi þar brugðist hlutverki sínu og Flugfreyjufélagið geti ekki borið hallann af því að embættið hafi þar með haft verkfallsréttinn af félagsmönnum þess. „Að óbreyttri afstöðu ríkissáttasemjara yrði verkfallsréttur félagsmanna stefnda að engu hafður. Telja verður að sú viðleitni sem stefndi sýndi með því að vísa deilunni til sáttasemjara, og það tækifæri sem sáttasemjari þá hafði til þess að koma að deilunni, uppfylli það skilyrði um milligöngu sáttasemjara eins mál þetta liggur fyrir,“ segir í sérálitinu.

Vegna niðurstöðu meirihlutans er hins vegar ekki fjallað á annan hátt um efnisatriði málsins eða tekin afstaða til þeirra í sératkvæðinu.

Dómur félagsdóms í heild sinni

mbl.is

Innlent »

Kynleg glíma kynjanna

19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »

„Það er blóð úti um allt“

15:33 „Það er brjálaður maður hérna inni,“ heyrist nágranni Sanitu Brauna segja þegar hann hringir í neyðarlínuna kvöldið sem Sanita lét lífið. Símtalið var spilað við aðalmeðferð þar sem Khaled Cairo er ákærður fyrir morðið á Sanitu Brauna. Meira »

Telja Cairo sakhæfan

15:00 Tveir geðlæknar báru vitni fyrir dómi í dag og lýstu þeir því báðir að Khaled Cairo væri sakhæfur. Annar geðlæknirinn taldi líklegt að hlátur Cairo við skýrslutöku væri varnarviðbrögð frekar en geðrof eða eitthvað slíkt. Meira »

Grunnskólakennarar felldu samning

15:39 Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%. FG og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Meira »

Mættu með píkuna

15:00 „Okkar slagorð er: Við tökum vel á móti þér,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélagsins sem var meðal þátttakenda í samstöðufundi með kjarabaráttu ljósmæðra. Mikill hugur var í fundargestum og eru ljósmæður orðnar þreyttar á að lítill gangur sé í viðræðunum. Meira »

Listi sjálfstæðismanna í Garðabæ

14:45 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ vegna sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ sem fram fór 5. mars. Fyrir fundinum lá tillaga uppstillinganefndar að skipan framboðslistans. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
 
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...