Skoða jökulinn utan úr geimnum

Þessi mynd er tekin úr SENITEL-1 í gærmorgun, 20. nóvember.
Þessi mynd er tekin úr SENITEL-1 í gærmorgun, 20. nóvember. Ljósmynd/SENITEL-1/ESA

Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað.

Gervitunglið heitir SENITEL-1 og samkvæmt stuttri frétt um málið á Facebook-síðu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sést á myndum að engar sprungur voru í miðri öskju Öræfajökuls í lok október. 

Hinn 8. nóvember höfðu orðið breytingar þar á og mátti þá greina talsvert sprungumynstur. Það hafði svo enn aukist á mynd sem tekin var í gærmorgun, 20. nóvember.

Í fréttinni er tekið fram að ratsjármyndir sem þessar sýni aðallega yfirborðshrjúfleika. Þær eru birtar til að auðvelda samanburð og sýna þá þróun sem orðið hefur en „smá lagni“ þarf við túlkun þeirra.

Hér má sjá fleiri myndir úr tungli ESA.

mbl.is