Telur Ara fróða höfundinn

L'anse aux Meadows á Nýfundnalandi. Hér voru fornir Íslendingar á …
L'anse aux Meadows á Nýfundnalandi. Hér voru fornir Íslendingar á ferð um 1000. Skrifaði Ari fróði ferðasögu þeirra? mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur.

Páll hefur fjallað mikið um fornsögurnar og landafundi norrænna manna í Vesturheimi, til að mynda í bókinni Vínlandsgátunni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst hann nú sannfærður um að Ari fróði hafi samið Eiríks sögu rauða. Það hafi Ari gert í samvinnu við Þorlák biskup í Skálholti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert